Þrír frá Íran til Eyja

2.Maí'18 | 11:53
Sindri_snaer_sgg

Ljósmynd/SGG

Þrír ung­ir knatt­spyrnu­menn frá Íran hafa  gengið til liðs við Eyja­menn síðustu daga og feta í fót­spor landa síns Shahab Za­hedi sem hef­ur gert það gott með liði ÍBV frá því hann kom til Vest­manna­eyja síðasta sum­ar.

Að sögn Kristjáns Guðmunds­son­ar, þjálf­ara ÍBV, eru leik­menn­irn­ir ekki á leið inn í aðalliðshóp ÍBV held­ur verða þeir lánaðir til hins Eyjaliðsins, KFS, sem leik­ur í 4. deild. Kristján sagði að þetta væri þátt­ur í sam­starfs­verk­efni sem tekið hefði verið upp í fyrra og hefði byrjað með því að Za­hedi kom til ÍBV.

Leik­menn­irn­ir heita Ehs­an Sar­bazi, Iman Sar­bazi og Parsa Zamani­an og eru á aldr­in­um 21 til 23 ára gaml­ir, að því er segir í frétt mbl.is.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.