Helga Kristín Kolbeins skrifar:

Leiðin til sjálfstæðra samgangna - mikill ávinningur, lítil áhætta

27.Apríl'18 | 16:02
helga_kristin_kolbeins_ads

Helga Kristín Kolbeins

Við í Vestmannaeyjum vitum að samgöngur eru eitt mikilvægasta hagsmunamál okkar. Fyrirtæki treysta á samgöngurnar til aðfanga og koma fullunnum vörum á markað og við íbúarnir til að komast að og frá Eyjum í margvíslegum aðstæðum okkar daglega lífs.

Og hver kannast ekki við að ætla að fara upp á land til fundar við fjölskyldu og vini, leita lækninga eða önnur erindi og allt er fullbókað. Hver kannast ekki við að inneignin sé búin á kortinu og þurfa að fylla á það með tugum þúsunda króna sem jafnvel eru ekki til á bankareikningnum.

Þessu mun fyrirliggjandi samningur milli Vestmannaeyjabæjar og ríkisins um rekstur Herjólfs breyta til muna til hins betra. Samgöngur verða miðaðar við þarfir okkar.

Við erum að horfa fram á algjörlega nýja tíma í samgöngumálum, betri þjónustu, betra viðmót og mun lægra verð fyrir okkur sem íbúa hér í Eyjum.

Þegar skrifað hefur verið undir samningin munum við eiga rekstur Herjólfs í opinberu hlutafélagi. Við munum hafa allt um það að segja hvernig við högum þjónustu og ferðum innan þeirra fjárframlaga og innkomu sem kemur inn af rekstrinum.  Áhætta bæjarbúa mun verða takmörkuð við og verða aðeins það hlutafé sem lagt verður í reksturinn, en ávinningurinn verður afar mikill.

Í fyrsta lagi mun afsláttur heimamanna af fargjöld verða meiri frá því sem nú er og við þurfum ekki að leggja inn peninga til að fá afsláttinn.  Í öðru lagi verður ferðum fjölgað um 600 á ári og skipið verður í notkun 18 tíma á sólarhring, frá kl. 06:30 á morgnanna til miðnættis. Í þriðja lagi verður nýtt og notendavænna bókunarkerfi tekið í notkun sem auðveldar okkur öllum skipulagningu ferða. Í fjórða lagi mun starfsfólki verða fjölgað og þrjár áhafnir verða í vinnu við skipið, sem þýðir fjölskylduvænni vinnutími og meiri sveigjanleiki fyrir hlutaðeigandi.

Við hjá Sjálfstæðisflokknum höfum orðið vör við andstöðu við þetta samkomulag hjá sumum og finnst það skrýtið. En líklega spilar þar bæði inn misskilningur og einnig aðrir hagsmunir en okkar bæjarbúa. Til að verða örugg um þessar framfarir og að þessum samningi verði ekki sagt upp þurfum við aðeins að tryggja meirihluta Sjálfstæðisflokksins, og það gerum við með því að setja X við D.

 

Helga Kristín Kolbeins

 

Höfundur skipar annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi bæjarstjórnarkosningum.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).