Trausti Hjaltason skrifar:

Næstum of gott til að vera satt

26.Apríl'18 | 09:00
Trausti mynd (1)

Trausti Hjaltason

Að eitt stærsta skemmtifyrirtæki í heimi skuli koma til Vestmannaeyja og fjárfesta fyrir hundruði milljóna líkt og er að gerast á Fiskiðjureitnum er nánast of gott til að vera satt.

Merlin Entertainment ætlar að byggja stóra sundlaug undir hvali, koma á fót nýju náttúrugripasafni og skapa þannig ný störf og spennandi tækifæri í ferðaþjónustu.

Fiskiðjan

Á sama stað má finna nýtt háskólanám í Haftengdri nýsköpun sem var sett á laggirnar nýlega og glæsilega aðstöðu sem Þekkingarsetur Vestmannaeyja leigir út til fjölmargra fyrirtækja og stofnana. Á þriðju hæð Fiskiðjunnar verða bæjarskrifstofurnar með alla sína starfsemi og þjónustu á sama stað, með meira hagræði og minni rekstrarkostnaði en áður.

 

Á efstu hæðinni eru síðan einkaaðilar að byggja íbúðir sem verða til sölu á almennum markaði. Þess vegna er blásið lífi í húsið með minni kostnaði fyrir Vestmanneyjabæ og um leið fáum við betri ásýnd og meira líf á þessu fallega svæði.

Stendur undir kostnaði

Eldheimar hafa hlotið fjölmörg verðlaun enda safnið stórglæsilegt og enn ein viðbótin í menningarflóruna í Eyjum. Safnið stendur undir rekstrinum og rúmlega það. Kvika menningarhús er allt orðið hið glæsilegasta og hýsir nýja og glæsilega aðstöðu eldri borgara í Eyjum. Þar hefur Eyjabíó opnað og Leikfélag Vestmannaeyja blómstrar þar í endurbættum sýningarsal.

Látum verkin tala

Miklar framkvæmdir hafa átt sér stað á Hraunbúðum, nýlega opnaði þar deild fyrir fólk sem þarf sérhæfða þjónustu og er því hægt að veita mun sérhæfðari þjónustu en áður. Nú þegar hefur verið hafist handa við að byggja þjónustuíbúðir fyrir aldraða og von er á nýjum þjónustuíbúðum fyrir fatlaða á Ísfélagsreitnum í miðbænum. Það má með sanni segja að það séu spennandi tímar framundan á Eyjunni fögru. Það er alltaf best að láta verkin tala.

 

Trausti Hjaltason

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

 

Höfundur skipar þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi bæjarstjórnarkosningum.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.