Í bjarma sjálfstæðis - styrkur til menningarverkefnis

25.Apríl'18 | 04:30
safnahus_2016

Sagnheimar eru til húsa í Safnahúsinu. Ljósmynd/TMS

Nú í byrjun apríl hlutu Sagnheimar menningarstyrk frá Uppbyggingarsjóði Suðurlands fyrir verkefnið Í bjarma sjálfstæðis. Afraksturinn kemur í ljós í október en þá mun m.a. vera fjallað um frostaveturinn mikla 1918 í Vestmannaeyjum.

Einnig verður fjallað um spænsku veikina sem varð mörgum Eyjamönnum sem og öðrum landsmönnum að fjörtjóni. Þá verður fjallað um Kötlugosið 1918 og m.a. sýndar einstakar ljósmyndir Kjartans Guðmundssonar af gosinu.

Styrkur sem þessi gerir okkur mögulegt að halda áfram með metnaðarfull og spennandi verkefni. Takk fyrir okkur, segir í frétt á heimasíðu Sagnheima - sagnheimar.is.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.