Andlát: Sigurlás Þorleifsson

25.Apríl'18 | 12:35

Sigurlás Þorleifsson, skólastjóri GRV lést í gær. Sigurlás er fyrrum landsliðsmaður og fyrrum leikmaður og þjálfari ÍBV. Sigurlás var sextíu ára gamall. Sigurlás hefur undanfarin ár gegnt stöðu skólastjóra GRV og áður gegndi hann stöðu aðstoðarskólastjóra.

Sigurlás lék tíu landsleiki á ferli sínum og skoraði í þeim tvö mörk. Hann lék með ÍBV um áraraðir og er þriðji markahæsti leikmaður ÍBV í efstu deild en hann skoraði 60 mörk fyrir félagið. Síðar þjálfaði Sigurlás bæði meistaraflokk karla og meistaraflokk kvenna hjá ÍBV, sem og yngri flokka félagsins. Hann lék um tíma með sænska liðinu Vasalund IF. Þá þjálfaði hann lið Stjörnunnar í efstu deild í knattspyrnu. 

Sigurlás lætur eftir sig eiginkonu, fimm uppkomin börn og fjögur barnabörn.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%