Andlát: Sigurlás Þorleifsson

25.Apríl'18 | 12:35

Sigurlás Þorleifsson, skólastjóri GRV lést í gær. Sigurlás er fyrrum landsliðsmaður og fyrrum leikmaður og þjálfari ÍBV. Sigurlás var sextugur og hefði orðin 61 árs, þann 15. júní næstkomandi. Sigurlás hefur undanfarin ár gegnt stöðu skólastjóra GRV og áður gegndi hann stöðu aðstoðarskólastjóra.

Sigurlás lék tíu landsleiki á ferli sínum og skoraði í þeim tvö mörk. Hann lék með ÍBV um áraraðir og er þriðji markahæsti leikmaður ÍBV í efstu deild en hann skoraði 60 mörk fyrir félagið. Síðar þjálfaði Sigurlás bæði meistaraflokk karla og meistaraflokk kvenna hjá ÍBV, sem og yngri flokka félagsins. Hann lék um tíma með sænska liðinu Vasalund IF. Þá þjálfaði hann lið Stjörnunnar í efstu deild í knattspyrnu. 

Sigurlás lætur eftir sig eiginkonu, fimm uppkomin börn og fjögur barnabörn.
 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).