Viðbrögð oddvitanna við könnun Fréttablaðsins

24.Apríl'18 | 13:09
njall_iris_ellidi_radhus_eyjar.net_cr

Oddvitar framboðanna þriggja. Mynd/samsett.

Í morgun birti Fréttablaðið nýja könnun þar sem leitað var álits bæjarbúa fyir komandi bæjarstjórnarkosningar. Eyjar.net leitaði viðbragða hjá oddvitum flokkana á skoðanakönnuninni.

 
Samkvæmt könnuninni fengi Sjálfstæðisflokkurinn rúm 41 prósent. Fyrir Heimaey, fengi tæp 32 prósent. Þá fengi Eyjalistinn rúm 25 prósent. Njáll Ragnarsson, oddviti Eyjalistans var fyrstur til svara. Þá svaraði Elliði Vignisson, oddviti Sjálfstæðisflokksins og loks oddviti Fyrir Heimaey, Íris Róbertsdóttir.

Ákaflega sérstakt að bæjarstjórnarkosningar eigi að snúast um innanflokksátök í Sjálfstæðisflokknum

Njáll Ragnarsson:

Mín viðbrögð eru í raun bara þau að það sé enn langt til kosninga og mikið á eftir að gerast. Ég hef ekki enn séð nein málefni komin frá hinum framboðunum tveimur. Mér finnst ákaflega sérstakt að bæjarstjórnarkosningar í Vestmannaeyjum eigi að snúast um innanflokksátök í Sjálfstæðisflokknum. Bæjarbúar eiga skilið að frambjóðendur ræði um málefni í stað þess að vera látnir velja á milli þessa eða hins armsins í einum flokki. Við ætlum að hlusta á fólkið í bænum, höldum ótrauð áfram í okkar vinnu og ætlum okkur enn lengra en það sem þessi könnun gefur til kynna.

Ætla sér að tryggja Eyþóri Harðar sæti í bæjarstjórn og þar með meirihluta

Elliði Vignisson:

Eins og við bjuggumst við er Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum á leið inn í erfiðustu kosningar í áratugi. Verði þetta niðurstaðan er ljóst að við Sjálfstæðismenn fáum 3 bæjarfulltrúa og H og E listinn sitthvora 2 og þar með meirihluta.

Lista okkar Sjálfstæðismanna skipar nánast eingöngu nýtt fólk og þarf að fara niður í 5. sæti til að finna einhvern með lengri reynslu en eitt kjörtímabil.  Ég get fullyrt að ekkert þeirra er nálægt uppgjöf þótt verkefnið sé stórt.  Þau ætla sér að tryggja Eyþóri Harðar sæti í bæjarstjórn og þar með meirihluta.

Með áherslu á gríðalega sterka stöðu bæjarfélagsins og skýra framtíðasýn trúum við því að árangur náist og fólk kjósi áfram þann stöðugleika og velgengni sem ríkt hefur seinasta áratuginn undir forystu Sjálfstæðisfólks.

Gott veganesti inn í kosningabaráttuna

Íris Róbertsdóttir:

Við erum þakklát fyrir þessi viðbrögð daginn eftir að listinn er samþykktur. Það er þó enn langt í kosningar, en könnunin er gott veganesti inn í kosningabaráttuna sem er framundan.

 

 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).