Ný könnun

Sjálfstæðismenn tapa meirihlutanum

- samkvæmt könnuninni fengi Sjálfstæðisflokkurinn rúm 41 prósent. Fyrir Heimaey, fengi tæp 32 prósent. Þá fengi Eyjalistinn rúm 25 prósent

24.Apríl'18 | 06:15

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, næði ekki kjöri í bæjarstjórn ef kosið yrði nú. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert. 

Samkvæmt könnuninni fengi Sjálfstæðisflokkurinn rúm 41 prósent. Nýtt framboð, sem heitir Fyrir Heimaey, fengi tæp 32 prósent. Þá fengi Eyjalistinn rúm 25 prósent.

Fyrir Heimaey er klofningsframboð út úr Sjálfstæðisflokknum, en Eyjalistinn er sameinað framboð fólks úr Bjartri framtíð, Framsóknarflokki, Samfylkingu, Vinstri hreyfingunni – grænu framboði og óflokksbundnum að auki. 

Kosið verður um sjö bæjarfulltrúa í Vestmannaeyjum. Ef niðurstaða kosninga yrði í takti við þá skoðanakönnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is gerðu myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá kjörna þrjá menn en Fyrir Heimaey og Eyjalistinn myndu fá tvo menn hvort framboð.

Elliði Vignisson er í fimmta sæti Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar. Hann segir í samtali við Fréttablaðið í dag að Sjálfstæðisflokkurinn stefni á að fá fjóra menn kjörna og býst því ekki við að verða kjörinn bæjarfulltrúi. Hann er þó bæjarstjóraefni listans.

„Í aðdraganda frágangs listans komu fram vangaveltur um lýðræðishalla, um að sami einstaklingur sé í forsæti og bæjarstjóraefni og jafnframt með langmestu reynsluna,“ segir hann.

Aðferðin

Könnunin var gerð þannig að hringt var í 778 manns með lögheimili í Vestmannaeyjum þar til náðist í 604 samkvæmt lagskiptu úrtaki 23. apríl. Svarhlutfallið var 77,6 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri. Alls tóku 53,5 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Þá voru 9,4 prósent sem sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 13,5 prósent sögðust óákveðin og 23,6 prósent vildu ekki svara spurningunni. 

 

Nánar má lesa um könnunina hér.

Tags

X2018

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).