Dagbók lögreglunnar:

Eitt fíkniefnamál í liðinni viku

24.Apríl'18 | 14:21
logreglub

Ljósmynd/TMS

Eitt fíkniefnamál kom upp í vikunni en við þrif á einum af veitingstöðum bæjarins um helgina fundust ætluð fíkniefni sem talið að sé um 10 gr. af amfetamíni að talið er.  Ekki er vitað hver er eigandi efnanna.

Einn þjófnaður var tilkynntur lögreglu í vikunni sem leið en um var að ræða þjófnað á farsíma. Síminn fannst hins vegar fljótlega í fórum manns sem kvaðst hafa fundið símann og afhenti hann lögreglu símann.

Eitt umferðaróhapp var tilkynnt í vikunni en óhappið varð við fermingu Herjólfs í Þorlákshöfn, en þarna hafði ökumaður bifreiðar ekið aftan á aðra bifreið án þess þó að slys hafi orðið á fólki. Ekki varð neitt teljanlegt tjón á bifreiðunum.

Fjórar kærur liggja fyrir vegna brota á umferðarlögum eftir vikuna, en í öllum tilvikum var um ólöglega lagningu ökutækja að ræða, segir í vikuyfirliti frá lögreglunni í Vestmannaeyjum.

Tags

Lögreglan

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.