Formaður Eyverja sagði af sér

- er kominn í framboð fyrir nýstofnað bæjarmálafélag

23.Apríl'18 | 10:43
falkinn_baerinn

Samsett mynd.

Formaður Eyverja - félags ungra sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum sagði af sér fyrir rúmri viku síðan. Samkvæmt heimildum Eyjar.net voru einnig fleiri sem sögðu sig úr stjórninni.

Fráfarandi formaður, Hákon Jónsson er kominn í framboð á lista bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey og er hann í 10. sætinu.

Formaður Eyverja átti einnig sæti sem formaður Eyverja í stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Eyjum, þar sem hann hætti einnig. Eyjar.net spurði Ragnheiði Perlu Hjaltadóttur, varaformann Eyverja út í málið og staðfesti hún að breyting hafi orðið á stjórn Eyverja en hún er núna starfandi formaður.

„Við finnum fyrir miklum áhuga hjá unga fólkinu á starfinu okkar og hlökkum til að leggja okkar af mörkum í kosningabaráttunni.” segir Ragnheiður Perla, starfandi formaður Eyverja.

Tags

X2018

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.