Formaður Eyverja sagði af sér

- er kominn í framboð fyrir nýstofnað bæjarmálafélag

23.Apríl'18 | 10:43
falkinn_baerinn

Samsett mynd.

Formaður Eyverja - félags ungra sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum sagði af sér fyrir rúmri viku síðan. Samkvæmt heimildum Eyjar.net voru einnig fleiri sem sögðu sig úr stjórninni.

Fráfarandi formaður, Hákon Jónsson er kominn í framboð á lista bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey og er hann í 10. sætinu.

Formaður Eyverja átti einnig sæti sem formaður Eyverja í stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Eyjum, þar sem hann hætti einnig. Eyjar.net spurði Ragnheiði Perlu Hjaltadóttur, varaformann Eyverja út í málið og staðfesti hún að breyting hafi orðið á stjórn Eyverja en hún er núna starfandi formaður.

„Við finnum fyrir miklum áhuga hjá unga fólkinu á starfinu okkar og hlökkum til að leggja okkar af mörkum í kosningabaráttunni.” segir Ragnheiður Perla, starfandi formaður Eyverja.

Tags

X2018

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.