Hlynur sló ótrúlegt met

22.Apríl'18 | 11:27
hlynur_andr

Hlynur Andrésson

Eyjamaðurinn Hlynur Andrésson varð í nótt fyrsti Íslendingurinn til þess að hlaupa fimm kílómetra undir fjórtán mínútum en hann var að keppa fyrir skólann sinn í Eastern Michigan í Bandaríkjunum.

Hlynur og liðsfélagar hans í hlaupaliði Eastern Michigan háskólans í Bandaríkjunum voru að keppa á móti í Charlottesvilla í Virginíu í gær þegar Hlynur sló metið. Vísir.is greinir frá.
 
Hynur hljóp á 13:58.91 sekúndum og varð því, eins og fyrr segir, fyrsti Íslendingurinn í sögunni til þess að hlaupa fimm kílómetra á undir fjórtán mínútum og því á hann nú Íslandsmetið.
 
Þess má geta að fyrr á árinu sló Hlynur einnig Íslandsmet í tíu kílómetra hlaupi en þá sló hann tæplega tíu ára gamalt met Kára Steins Karlssonar um tæpar átta sekúndur.
 
Það er því ljóst að Hlynur á framtíðina fyrir sér og spurning hvort að fleiri met verði slegin á næstunni, segir í frétt Vísis.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is