Geir Jón Þórisson skrifar:

Bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2018 þakkar fyrir sig

22.Apríl'18 | 10:36
karlakor_ve_opf

Karlakór Vestmannaeyja. Ljósmynd/ÓPF

Ég vil með miklu þakklæti og auðmýkt þakka bæjarráði Vestmannaeyja, fyrir hönd Karlakórs Vestmannaeyja, fyrir þann mikla heiður sem okkur var sýndur á sumardaginn fyrsta að veita okkur nafnbótina Bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2018. 

Það var virkilega hátíðleg stund í Einarsstofu þegar okkur var tilkynnt um þessa merku nafnbót og gladdi okkur óumræðilega.

Kórinn hefur verið að styrkjast í starfi sínu undir dyggri stjórn Þórhalls Barðasonar, söngstjóra og söngkennara. Það var mikil gæfa þegar Kópaskersbúinn mætti á Eyjuna fögru til söngkennslu að tilstuðlan Stefáns Sigurjónssonar, skólastjóra Tónlistaskóla Vestmannaeyja því að á sama tíma voru ungir kraftmiklir söngmenn með þá hugmynd að endurvekja Karlakór Vestmannaeyja. Mikil vinna hefur verið lögð í að efla starfið og styrkja grunnstoðir kórsins og á Þórhallur Barðason, söngstjóri, stóran þátt í því ásamt þeim fjölda söngmanna sem að starfinu hafa komið.

Kórinn hefur notið mikils skilnings og stuðnings samfélagsins okkar sem seint verður fullþakkað en aðkoma Vestmannaeyjabæjar að öllu okkar starfi hefur verið ómetanlegt og sýnt mikinn velvilja sem hefur skipt miklu máli fyrir framgang kórsins.

Því er það af hrærðu hjarta sem ég fyrir hönd Karlakórs Vestmannaeyja færi enn og aftur stjórn Vestmannaeyjabæjar og öllu því góða fólki sem að þeirri stjórn kemur miklar þakkir. Við karlakórsmenn munum sýna það í verki að við metum þennan mikla heiður, að vera valdir Bæjarlistamenn okkar góða samfélags, með því að nýta tækifærin til að gleðja bæjarbúa með söng okkar um ókomna tíð.

 

Fh. Karlakórs Vestmannaeyja

Geir Jón Þórisson, formaður  

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.