Leó Snær Sveinsson, formaður Fyrir Heimaey:

„Finnum fyrir miklum meðbyr”

- stefna á að kynna framboðslistann á sunnudaginn

20.Apríl'18 | 12:47
iris_rob_litil_sh

Íris Róbertsdóttir hefur gefið kost á sér til að leiða lista bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey.

Þessa dagana er unnið að því að stilla upp lista hjá bæjarmálafélaginu ,,Fyrir Heimaey". Boðað hefur verið til fundar hjá félaginu næstkomandi sunnudag þar sem tillaga að framboðslista verður lögð fram.

Kjörnefnd bæjarmálafélagsins skipa: Rúnar Karlsson sem er formaður nefndarinnar. Rannveig Ísfjörð, Guðmunda Bjarnadóttir, Stefán Jónsson og Leó Snær Sveinsson.

Leó Snær sem jafnframt er formaður stjórnar bæjarmálafélagsins segir að nefndin muni skila af sér um helgina og listinn kynntur á sunnudaginn.

„Við finnum fyrir miklum meðbyr og hafa fleiri leitast eftir að vera á lista en komast að, sem er lúxusvandamál hjá okkur. En þetta verður vonandi allt klárt og skýrt hjá okkur á sunnudaginn.” segir Leó Snær í samtali við Eyjar.net.

Félagið á að standa fyrir ýmis grunngildi, sem snúa að lýðræðislegum vinnubrögðum og bættu samfélagi

Íris Róbertsdóttir tilkynnti um síðustu helgi að hún gæfi kost á sér til að leiða lista bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey, sem stofnað var í síðustu viku.

Íris sagði í samtali við Morgunblaðið í vikunni að framboð hennar ætti sér ákveðinn aðdraganda því ákveðin átök hefðu átt sér stað innan Sjálfstæðisflokksins í Eyjum.

,,Ég fór á þennan stofnfund hjá Fyrir Heimaey í síðustu viku og mér leist mjög vel á margt sem þar kom fram. Félagið á að standa fyrir ýmis grunngildi, sem snúa að lýðræðislegum vinnubrögðum og bættu samfélagi. Það var mjög góður andi á þessum fundi, sem gefur vísbendingar um það sem koma skal. Svo kom fram þessi áskorun á mig, um að bjóða mig fram, frá mörgum sem hafa verið samherjar mínir í pólitík í langan tíma,” sagði Íris í samtali við Morgunblaðið.

Íris sagðist jafnframt heyra og finna á því fólki sem skoraði á hana, að það vilji efla lýðræðisleg vinnubrögð í stjórnmálunum í Vestmannaeyjum. ,,Mig langar raunverulega að taka þátt í slíkri vinnu og veit að ég get lagt mitt af mörkum til þess.”

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).