Fékk heiðursviðurkenningu fyrir að bera hróður Íslands víða um heim

19.Apríl'18 | 12:44
heimir_gudni_islandsstofa

Heimir tekur hér við viðurkenningunni úr höndum forseta Íslands. Mynd/Íslandsstofa.

Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, var í gær sæmdur heiðursviðurkenningu fyrir að bera hróður Íslands víða um heim, en þá voru útflutningsverðlaun forseta Íslands 2018 veitt í 30. skipti við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. 

Heimir hóf að þjálfa knattspyrnu árið 1985, þá 18 ára gamall. Eftir að hann lauk tannlæknanámi árið 1994 hefur hann rekið tannlæknastofu í Vestmanneyjum, en samhliða stundað þjálfun af kappi. Heimir er hámenntaður í knattspyrnuþjálfun með A-gráðu þjálfarapróf UEFA og hæstu einkunn UEFA Pro gráðu frá enska knattspyrnusambandinu.

Heimir hefur þjálfað bæði yngri flokka ÍBV og meistaraflokka karla og kvenna. Hann var ráðinn þjálfari íslenska landsliðsin við hlið Lars Lagerbäck árið 2013, en undanfarin ár hefur hann einn stýrt liðinu.

Baráttuandi og samheldni lítillar þjóðar vekur athygli erlendis

Góður árangur íslenska landsliðsins á undanförnum árum undir stjórn og handleiðslu Heimis Hallgrímssonar hefur vakið mikla athygli um víða veröld. Baráttuandinn, einbeitingin, samvinnan, leikgleðin og skipulagið hefur vakið aðdáun og eftirtekt. Um þennan árangur hefur verið fjallað ítarlega í öllum helstu fjölmiðlum heimsins. 

Í ræðu sinni sagði Sigsteinn Grétarsson, stjórnarformaður Íslandsstofu meðal annars: „Það eru ekki eingöngu fjölmiðlarnir sem hafa sýnt brennandi áhuga, því hvert sem við förum um framandi slóðir vita menn af velgengni landsliðsins og við erum spurð í þaula hvernig það megi vera að Íslendingar – þessi örþjóð – séu að spila við og leggja af velli landslið frá miklum mun fjölmennari þjóðum...Ef hægt væri að meta alla þessa umfjöllun og athygli til fjár er ljóst að upphæðin yrði stjarnfræðileg."

 

Nánar má lesa um útflutningsverðlaunin hér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).