Unnar Hólm nýr formaður ÍBV-íþróttafélags

18.Apríl'18 | 13:57

Aðalfundur ÍBV íþróttafélags var haldinn í gær. Formaður félagsins fór yfir skýrslu stjórnar og framkvæmdastjóri félagsins fór yfir ársreikning fyrir árið 2017 sem og yfir fjárhagsáætlun fyrir árið 2018.

Var þetta allt samþykkt einróma. Rekstur félagsins gekk vel á síðasta ári og hefur félagið borgað upp allar sínar langtímaskuldir. Breytingar urðu í stjórn félagsins þar sem þær Íris Róbertsdóttir formaður og Aníta Óðinsdóttir varaformaður gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi nefndarstarfa, segir í frétt á heimasíðu ÍBV - ibvsport.is.

Ný stjórn félagsins er skipuð:   

  • Unnar Hólm Ólafsson – formaður
  • Guðbjörg Erla Ríkharðsdóttir
  • Helgi Níelsson
  • Stefán Örn Jónsson
  • Unnur Sigmarsdóttir
  • Páll Magnússon – varamaður
  • Snjólaug Elín Árnadóttir – varamaður

Einnig eiga deildir félagsins tvo fulltrúa í aðalstjórn

  • Haraldur Bergvinsson – fulltrúi knattspyrnudeildar
  • Karl Haraldsson – fulltrúi handknattleiksdeildar

 

Írisi og Anítu eru þökkuð fyrir góð störf, segir í frétt á heimasíðu ÍBV.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is