Sigurður aftur í þjálfarateymi ÍBV

14.Apríl'18 | 12:06
siggi_b_ibv_bikar_2018

Mynd/samsett

Í fyrsta leik ÍBV í úrslitakeppni karla í handbolta í gær kom nokkuð á óvart að Sigurður Bragason, aðstoðarþjálfari liðsins, væri á hliðarlínunni en steig til hliðar eftir að hafa lent upp á kant við Theodór Sigurbjörnsson er liðið fagnaði bikarmeistaratitli sínum í síðasta mánuði.

Fagnaðarlæti Eyjamanna eftir að hafa tryggt sér bikarmeistaratitilinn fóru vægast sagt úr böndunum og endaði kvöldið hjá Sigurði með því að hann gisti fangageymslur. Thedór fékk skurð fyrir ofan vinstra auga og þurfti aðhlynningu eftir að Sigurður hafði veist að honum. Rúv.is greinir frá.

Í fréttatilkynningu ÍBV eftir atburðinn kom þó fram að þeir tveir hefðu náð sáttum en Sigurður myndi stíga til hliðar. Nú virðist sem Sigurður sé aftur kominn í þjálfarateymi liðsins.

ÍBV vann leik gærdagsins en leikurinn var mun jafnari en flestir höfðu búist við. Liðin mætast aftur á morgun í Austurbergi og reikna má með hörðum leik en liðin gáfu ekkert eftir í Eyjum í gær.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.