Vestmannaeyjabær:

Kostnaður við Tónlistarskólann um 86 milljónir í fyrra

- um 120 nemendur stunduðu nám við skólann árið 2017

14.Apríl'18 | 09:30

Mynd/úr safni

Vestmannaeyjabær heldur úti öflugum tónlistarskóla. Eyjar.net ræddi við Jón Pétursson, framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs um fjölda nemanda og hve miklu fjármagni var varið til skólans í fyrra.

„Fastir nemendur Tónlistarskólans í dag eru um 120 að jafnaði. Það voru um 190 nemendur að jafnaði áður fyrr en hefur fækkað mikið á síðustu árum sem rekja má að stórum hluta til færri börnum í hverjum árgangi. Að auki sinna kennarar Tónlistarskólans kennslu í GRV í gegnum samstarf skólana og styður Tónlistarskólinn einnig við starfsemi lúðrasveita og kórastarf.” segir Jón og bætir við:

„Kostnaður Tónlistarskólans í fyrra var um 86 milljónir en var 64 milljónir árið 2016. Þessi mismunur skýrist fyrst og fremst af tvennu. Annars vegar að skólinn greiðir nú laun tveggja skólastjóra vegna langtímaveikinda og hins vegar að árið 2017 urðu miklar kjarahækkanir hjá tónlistarkennurum sem voru afturvirkar.”

Hann segir að við skólann séu að jafnaði 10 stöðugildi. Kennarar og stjórnendur eru í 9 stöðugildum og svo umsjónarmaður húsnæðis/ritari í einu. Er Jón er spurður úti skólagjöldin segir hann að innkoma vegna skólagjalda hafi verið tæplega 7,3 milljónir árið 2017 en tæplega 6,6 milljónir árið 2016.

Ef skólagjöldin eru dregin frá kostnaðinum, þá gerir það um 656 þúsund krónur sem Vestmannaeyjabær greiddi með hverjum nemanda Tónlistarskólans í fyrra.

 

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%