Skuggakosningar í Framhaldsskólanum

12.Apríl'18 | 14:35
framhaldsskolinn

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/TMS

„Nemendur í stjórnmálaáfanganum hjá okkur tóku að sér framkvæmd kosninganna.” segir Egill Andrésson kennari við FÍV í samtali við Eyjar.net aðspurður um skuggakosningar sem haldnar voru í skólanum í dag.

„Skuggakosningar eru kosningar þar sem framhaldsskólanemar kjósa sína fulltrúa í sveitarstjórnir og munu endurspegla vilja nemenda um allt land. Samhliða því kjósa nemendur um hvort lækka eigi kosningaaldur í 16 ár eða ekki í sveitarstjórnarkosningum.” segir Egill.

Þá segir hann að skuggakosningar fari fram í dag um allt land. Niðurstöður verða gerðar opinberar eftir að kjörstöðum lokar á kjördag sveitarstjórnakosninga, þann 26. maí.

Aðspurður segir Egill að enginn framboðskynning hafi átt sér stað í skólanum en nemendur hafa kynnt sér vefinn egkys.is. „Meginmarkmiðið #ÉGKÝS herferðarinnar er að efla lýðræðisvitund og hvetja ungt fólk til að kjósa eftir upplýstri ákvörðun í kjörklefanum í von um að kosningaþátttaka aukist.”

„Með það að markmiði hafa skuggakosningar verið haldnar í nágrannaríkjum okkar um árabil með góðum árangri.”

 

Tags

FÍV

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.