Njáll Ragnarsson, nýr oddviti Eyjalistans fer yfir áherslur flokksins fyrir komandi kosningar og á næsta kjörtímabili:

Leggjum áherslu á aukið íbúalýðræði, samráð við íbúa og bætta stjórnsýsluhætti

- Ákvarðanir um málefni bæjarins eiga ekki að vera einungis á borði fámenns hóps heldur af sem flestum íbúum Vestmannaeyja

11.Apríl'18 | 08:44
IMG_1203-001

Njáll Ragnarsson.

Á sunnudaginn reið Eyjalistinn á vaðið og kynnti hvernig framboðslisti flokksins væri skipaður í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ritstjóri Eyjar.net ræddi málin við nýjan oddvita flokksins, Njál Ragnarsson.

  • Nú ertu kominn á fullt í pólitík, hvernig líst þér á það?

Mér líst vel á það. Mér finnst ég vera kominn svolítið hressilega út fyrir þægindarammann en það er náttúrulega bara spennandi. Ég hef alltaf haft áhuga á pólitík en það er vissulega svolítið sérstakt að vera farinn að taka svona virkan þátt í þessu.

 

  • Var erfið ákvörðun að ákveða að taka slaginn?

Nei, það finnst mér ekki. Upphaflega þegar ég setti mig í samband við Sólveigu og uppstillinganefndina þá lýsti ég því að ég hefði lengi haft mikinn áhuga á bæjarmálunum og væri til í að starfa með E-listanum og leggja honum lið. Þegar áhuginn er fyrir hendi og maður vill láta gott af sér leiða þá er í rauninni ekki erfitt að taka ákvörðun um að vera með. Þegar nefndin spurði mig hvort ég væri e.t.v. til í að leiða listann þá var komin upp svolítið ný staða. Ég ráðfærði mig við mína fjölskyldu og vini og í rauninni þurfti ég ekki langan umhugsunarfrest. Ég fer í þetta á fullum krafti og þegar sú ákvörðun var tekin var ekkert aftur snúið.

 

  • Hvaða málefni telur þú að verði efst á baugi í kosningabaráttunni?

Miðað við umræðuna síðustu vikurnar held ég að fólk í bænum vilji ræða samgöngumálin, t.a.m. rekstrarfyrirkomulagið á Herjólfi og stöðuna í Landeyjum. Ég held að atvinnumálin verði líka í deiglunni, hvernig við getum aukið tækifæri ferðaþjónustunnar og annarrar atvinnustarfsemi í bænum þannig að við fáum meiri fjölbreytni í atvinnulífið.

 

  • Nú er talsverð endurnýjun á Eyjalistanum, ertu ánægður með listann?

Ég er mjög ánægður með listann. Þarna er gott fólk í hverju sæti. 7 konur og 7 karlar með ólíkan bakgrunn og ólíka reynslu sem á það sameiginlegt að vilja vinna af heilindum í þágu bæjarins. Það er vissulega mikið af nýju fólki en við erum með reynslufólk með okkur sem styðja okkur sem erum ný í þessu og við leitum til þeirra. Í félaginu er mikið af slíku fólki og það er gríðarlega mikilvægt að hafa þetta í bland, reynslufólk og nýtt fólk með nýjar og ferskar hugmyndir.

 

  • Af hverju ættu kjósendur að kjósa Eyjalistann, fremur en aðra flokka?

Vegna þess að við viljum starfa í þágu allra bæjarbúa. Við leggjum áherslu á aukið íbúalýðræði, samráð við íbúa í Vestmannaeyjum og bætta stjórnsýsluhætti. Við stöndum fyrir ákveðnum breytingum sem við viljum gera til hagsbóta fyrir alla íbúa í Vestmannaeyjum.

 

  • Hvernig líst þér á áætlanir bæjarstjórnar um að fara að reka nýjan Herjólf?

Mér líst þannig séð ekkert illa á það. Aðalatriðið varðandi rekstur Herjólfs er að hann þarf að reka með hagsmuni íbúanna að leiðarljósi og í þágu þeirra. Hvaða aðili það er sem sér um reksturinn er e.t.v. ekki stóra málið í því samhengi. En það þarf að vera alveg skýrt hverjir kostir þess séu að bærinn komi að rekstrinum og hverjir séu gallar þess. Það er ýmsum spurningum enn ósvarað hvað þetta varðar.

 

  • Viltu koma einhverju á framfæri við bæjarbúa – nú í upphafi kosningabaráttunnar?

Ég vill bara hvetja alla bæjarbúa sem hafa áhuga á bæjarmálum til þess að láta í sér heyra. Við ætlum okkur að setja fram þau málefni sem við teljum mikilvægt að vinna að en við viljum ekki síður heyra hvað íbúar í Vestmannaeyjum vilja gera og hvernig fólk vill sjá bæjarfélagið þróast til framtíðar. Ákvarðanir um málefni bæjarins eiga ekki að vera einungis á borði fámenns hóps heldur af sem flestum íbúum Vestmannaeyja. Þannig virkar samfélagið okkar best. Þess vegna viljum við fá sem flesta með okkur í þessa vinnu sem framundan er. Allar góðar hugmyndir þarf að ræða. Næsta laugardag byrjum við að krafti í okkar málefnavinnu og við bjóðum alla bæjarbúa velkomna með okkur í það.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).