X 2018:

Njáll Ragnarsson leiðir Eyjalistann

- Listinn er skipaður breiðum hópi frambjóðenda með margs konar reynslu og menntun

8.Apríl'18 | 19:05
IMG_1176

Hér gefur að líta flesta þeirra frambjóðenda sem skipa Eyjalistann fyrir kosningarnar í næsta mánuði. Mynd/TMS

Eyjalistinn, félag sem byggt er á félaghyggju, jafnarstefnu og samvinnu, býður fram lista við bæjarstjórnarkosningarnar í Vestmannaeyjum sem fram eiga að fara hinn 26. maí næst komandi undir listabókstafnum E.

Listinn er skipaður breiðum hópi frambjóðenda með margs konar reynslu og menntun. Frambjóðendurnir eiga það allir sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á hagsmunamálum Vestmannaeyja og að vinna ötullega að því að efla og styrkja bæjarfélagið. Eyjalistinn hefur nú á að skipa nýju fólki í forystusveitinni en um leið mun listinn njóta reynslu þeirra sem áður hafa unnið ötullega að bæjarmálum.

Eyjalistinn mun í öllu starfi sínu leggja áherslu á lýðræðislega stjórnarhætti þar sem hagsmunir heildarinnar verða hafðir að leiðarljósi.  Frambjóðendur listans bjóða því fram krafta sína í þágu samfélagsins alls og leitar eftir góðri samvinnu við alla bæjarbúa.

Nú þegar er hafin öflug og opin málefnavinna Eyjalistans.  Sú vinna heldur áfram fram að kosningum og verður stefnuskrá Eyjalistans birt þegar nær þeim dregur. 

Þeir bæjarbúar sem áhuga hafa á þátttöku í málefnavinnu Eyjalistans og hafa með því bein áhrif á stefnumótun í málefnum Vestmannaeyja til framtíðar  eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við einhvern frambjóðenda. 

Kosningamiðstöð Eyjalistans verður að Vestmannabraut 37 og verða opnunartímar hennar auglýstir innan tíðar, segir í tilkynningu frá Eyjalistanum.

   

Eyjalistinn er þannig skipaður:

 

1. Njáll Ragnarsson   sérfræðingur á  Fiskistofu

2. Helga Jóhanna Harðardóttir   grunnskólakennari

3. Stefán Óskar Jónasson verkstjóri

4. Arna Huld Sigurðardóttir   hjúkrunarfræðingur

5. Nataliya Ginzhul íþróttakennari

6. Guðjón  Örn Sigtryggsson   bílstjóri

7. Lára Skæringsdóttir   grunnskólakennari

8. Haraldur Bergvinsson  innkaupastjóri

9. Anton Eggertsson   matreiðslumaður

10. Hafdís Ástþórsdóttir  hársnyrtir

11. Jónatan Guðni Jónsson grunnskólakennari

12. Drífa Þöll Arnardóttir  bókavörður

13. Guðlaugur Friðþórsson   vélstjóri

14. Sólveig Adólfsdóttir    húsmóðir

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).