X 2018:
Njáll Ragnarsson leiðir Eyjalistann
- Listinn er skipaður breiðum hópi frambjóðenda með margs konar reynslu og menntun
8.Apríl'18 | 19:05Eyjalistinn, félag sem byggt er á félaghyggju, jafnarstefnu og samvinnu, býður fram lista við bæjarstjórnarkosningarnar í Vestmannaeyjum sem fram eiga að fara hinn 26. maí næst komandi undir listabókstafnum E.
Listinn er skipaður breiðum hópi frambjóðenda með margs konar reynslu og menntun. Frambjóðendurnir eiga það allir sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á hagsmunamálum Vestmannaeyja og að vinna ötullega að því að efla og styrkja bæjarfélagið. Eyjalistinn hefur nú á að skipa nýju fólki í forystusveitinni en um leið mun listinn njóta reynslu þeirra sem áður hafa unnið ötullega að bæjarmálum.
Eyjalistinn mun í öllu starfi sínu leggja áherslu á lýðræðislega stjórnarhætti þar sem hagsmunir heildarinnar verða hafðir að leiðarljósi. Frambjóðendur listans bjóða því fram krafta sína í þágu samfélagsins alls og leitar eftir góðri samvinnu við alla bæjarbúa.
Nú þegar er hafin öflug og opin málefnavinna Eyjalistans. Sú vinna heldur áfram fram að kosningum og verður stefnuskrá Eyjalistans birt þegar nær þeim dregur.
Þeir bæjarbúar sem áhuga hafa á þátttöku í málefnavinnu Eyjalistans og hafa með því bein áhrif á stefnumótun í málefnum Vestmannaeyja til framtíðar eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við einhvern frambjóðenda.
Kosningamiðstöð Eyjalistans verður að Vestmannabraut 37 og verða opnunartímar hennar auglýstir innan tíðar, segir í tilkynningu frá Eyjalistanum.
Eyjalistinn er þannig skipaður:
1. Njáll Ragnarsson sérfræðingur á Fiskistofu
2. Helga Jóhanna Harðardóttir grunnskólakennari
3. Stefán Óskar Jónasson verkstjóri
4. Arna Huld Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur
5. Nataliya Ginzhul íþróttakennari
6. Guðjón Örn Sigtryggsson bílstjóri
7. Lára Skæringsdóttir grunnskólakennari
8. Haraldur Bergvinsson innkaupastjóri
9. Anton Eggertsson matreiðslumaður
10. Hafdís Ástþórsdóttir hársnyrtir
11. Jónatan Guðni Jónsson grunnskólakennari
12. Drífa Þöll Arnardóttir bókavörður
13. Guðlaugur Friðþórsson vélstjóri
14. Sólveig Adólfsdóttir húsmóðir
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.