Vestmannaeyjabæ boðið að taka við rekstri nýrrar ferju

- gefa sér helgina til að fara yfir málið, funda með stýrihópnum á mánudaginn og væntanlega með ríkinu á þriðjudaginn

6.Apríl'18 | 17:25
herjolfur_nyr_cr_sa_c

Ný Vestmannaeyjaferja á að koma til landsins síðar á þessu ári. Mynd/Crist SA

Nú fyrir skömmu lauk fundi bæjarstjórnar með samgönguráðherra og hans fólki.  Fundinn sátu alls 18 aðilar, þar með talið ráðherra, skrifstofustjóri samgönguráðuneytis, vegamálastjóri auk bæjarstjórnar og fleiri.

Á fundinum lagði ráðherra fram drög að rekstrarsamningi sem gerir ráð fyrir að Vestmannaeyjabær taki við rekstri Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs þegar nýtt skip kemur til þjónustu í haust. Samningurinn gerir ráð fyrir talverðri þjónustuaukningu svo sem fleiri ferðum og fl.

Næst kemur málið til með að snúast um krónur og aura

„Við erum afar þakklát fyrir þann hug sem þessi fundur bar með sér.  Ráðherra leggur með þessu þunga áherslu á að mæta þeirri miklu óánægju sem er með stöðu samgangna hér í Eyjum og vill að þegar ný ferja hefur þjónustu verði strik dregið í sandinn og horft til nýrra tíma.  Fari svo að við náum saman um rekstur munu bæjarbúar verða varir við umtalsverða breytingu.  Markmið bæjarstjórnar er enda að nota þann stutta samningstíma sem um er að ræða til að tryggja að Herjólfur verði færður nær því að vera séður sem þjóðvegur og þjónusta og verð taki mið af því.

Við höfum þó lært að kálið er ekki sopið þótt í ausuna sé komið. Nú þegar þessi sameiginlegi vilji ráðherra og bæjarstórnar liggur fyrir auk skilgrneiningar á þjónustu langt umfram það sem við höfum áður séð, er ljóst að næst kemur málið til með að snúast um krónur og aura.  Við gefum okkur helgina til að fara yfir málið, fundum með stýrihópnum á mánudaginn og væntanlega með ríkinu á þriðjudaginn. Jafnvel þótt svo illa fari að upp úr viðræðum slitni þá hefur hér með verið skilgreint nýtt gólf í þjónustu við Eyjamenn.  Þótt vilji okkar til að ljúka þessu verki með ríkinu sé einlægur og einbeittur þá er stóra málið að tryggja samfélaginu í Vestmannaeyjum ætíð sem besta þjónustu.  Það er markmiðið og ekkert annað“ segir í tilkynningu frá Elliða Vignissyni, bæjarstjóra.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).