Slippurinn meðal handhafa Icelandic Lamb Award og Excellence

6.Apríl'18 | 14:45
gisli mat og drykk

Ljósmynd/Slippurinn

Í dag veitti Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda 21 veitingastöðum viðurkenninguna „Icelandic Lamb Award of Excellence“.

Viðurkenningu hlutu veitinga- og gististaðir fyrir framúrskarandi matreiðslu á íslensku lambakjöti og eftirtektarverð störf við kynningu á íslensku lambakjöti til ferðamanna.

Þetta er í annað sinn sem viðurkenningar eru veittar samstarfaðilum Icelandic Lamb á sviði veitinga- og gististaða. Dómnefnd skipuð þeim Sigurbjörgu Jónasdóttur útvarpskonu hjá RÚV, Dominique Plédel Jónsson hjá SlowFood Reykjavík og Hafliða Halldórssyni verkefnastjóra hjá Icelandic Lamb valdi staðina sem hlutu viðurkenningar að þessu sinni.

Yfir 90 íslenskir veitingastaðir eru samstarfsaðilar sauðfjárbænda í gegnum verkefnið Icelandic Lamb sem ætlað er að undirstrika sérstöðu íslenskra sauðfjárafurða með tilvísun til uppruna, hreinleika og gæða. Árangurinn hefur farið fram úr björtustu vönum og sala á lambakjöti aukist verulega hjá veitinga- og gististöðum sem taka þátt í verkefninu.

Staðirnir sem hlutu viðurkenningu að þessu sinni eru:

Bjarteyjarsandur Hvalfirði

Eldhúsið Restaurant-Gistihúsið Egilsstöðum

Fiskfélagið

Fiskmarkaðurinn

Fosshótel Jökulsárlón Restaurant

Grillið- Hótel Sögu

Haust Restaurant - Fosshótel Reykjavík

Hótel Anna

Hótel Smyrlabjörg

Íslenski Barinn

Kopar

Lamb Inn Eyjafjarðarsveit

Matarkjallarinn

Múlaberg Bistro

Narfeyrarstofa

Rústík

Salka Húsavík

Slippurinn Vestmannaeyjum

Sushi Social

Von Mathús Hafnarfirði

VOX

Markaðsstofan Icelandic Lamb er í samstarfi með um 150 innlendum aðilum; veitingastöðum, verslunum, framleiðendum, afurðastöðvum, listamönnum og hönnuðum. Eitt af markmiðum markaðsstofunnar er að kynna íslenska sauðfjárrækt, matarmenningu, handverk og hönnun fyrir erlendum ferðamönnum. Það er meðal annars gert með víðtæku samstarfi og öflugri verðlaunaherferð á samfélagsmiðlum undir merkjum Icelandic Lamb. Merkinu er ætlað að undirstrika sérstöðu íslenskra sauðfjárafurða með tilvísun til uppruna, hreinleika og gæða, segir í tilkynningu frá markaðsstofunni Icelandic Lamb.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.