Mannfjöldaspá Byggðastofnunar 2018–2066

Spá fólksfækkun í Eyjum næstu áratugina

5.Apríl'18 | 08:21
yfir_eyjar

Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/TMS

Í síðasta mánuði birti Byggðastofnun mannfjöldaspá fyrir landið allt. Mannfjöldaspáin fyrir Vestmannaeyjar er dökk ef til lengri tíma er litið. Á allra næstu árum á Eyjamönnum eftir að fjölga lítillega en áratugina þar á eftir er spáð stöðugri hnignun.

Í inngangi á spánni segir að á síðasta ári hafi Byggðastofnun ráðist í það verkefni að gera mannfjöldaspá á sveitarfélagagrunni fyrir Ísland. Þar með hefur verið brugðist við þeirri eftirspurn sem sannarlega er fyrir hendi, jafnt innan Byggðastofnunar sem utan. Þó verður að líta á þetta frumkvæði Byggðastofnunar sem fyrstu tilraun til að gera svæðisbundnar mannfjöldaspár, sem eflaust á eftir að endurbæta og þróa enn frekar í nánustu framtíð.

Notagildi mannfjöldaspár fyrir minni svæði á Íslandi er mikið. Það gefur mikilvægar upplýsingar um mögulega þróun mannfjölda tiltekinna svæða eða sveitarfélaga og er hjálplegt stjórnvöldum, sveitarfélögum, stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum við áætlanagerð og gefur þeim aukið svigrúm til að bregðast við líklegri þróun. En það verður líka að hafa í huga að óvissa slíkra spáa er mikil. Þær byggja á ákveðnum forsendum um þróun dánar- og frjósemishlutfalls ásamt búferlaflutningum fólks milli svæða innanlands og til útlanda, sem oft getur verið erfitt að spá fyrir um.

Hér að neðan má sjá hvernig mannfjöldaspáin lítur út fyrir Vestmannaeyjabæ.

Hér má allt plagg Byggðastofnunnar.

Þessu tengt: Íbúaþróunin í Eyjum

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%