Yfirlýsing frá sex af sjö bæjarfulltrúum Vestmannaeyjabæjar:

Bæjarstjórn Vestmannaeyja framfylgir kröfum bæjarbúa

3.Apríl'18 | 14:52
IMG_4265-001

Ljósmynd/TMS

Í nýlegri grein á eyjar.net þar sem rætt er við Gunnlaug Grettisson varðandi uppsagnir Eimskips á starfsmönnum sínum er að því látið liggja að bæjarstjórn Vestmannaeyja beri ábyrgð á því að óvissa sé varðandi rekstrarfyrirkomulag nýrrar Vestmannaeyjaferju.

Eins og öllum ætti að vera ljóst er það með öllu rangt. Það er auðvitað á ábyrgð samgönguráðuneytis og Vegagerðar að semja við rekstraraðila, líkt og gert hefur verið í áraraðir við Eimskip. Bæjarstjórn hefur ítrekað hvatt samgönguráðuneytið til að koma í veg fyrir óvissu og þá sérstaklega nú þegar tíminn fram að komu nýrrar ferju er orðinn skammur. Bæjarstjórn átti til að mynda góðan fund með samgönguráðherra í byrjun mars þar sem það var m.a. ítrekað að ráðuneytið þyrfti að hafa hraðar hendur í þessu máli.  

Undirrituð minna á að með því að reyna að komast nær rekstri Vestmannaeyjaferjunnar eru bæjaryfirvöld að fylgja eftir ályktun fjölmenns borgarafundar um samgöngumál þar sem einróma var samþykkt ályktun sem meðal annars innhélt eftirfarandi orð:

Að rekstur ferjunnar verði í höndum heimamanna og hagnaður af rekstrinum verði nýttur til að lækka fargjöld, auka þjónustu og skili sér þannig beint til heimamanna.“

Þá minna undirrituð á að í nýrri skýrslu Rannsóknadeildar Háskólans á Akureyri þar sem unnin var þjónustugreining meðal almennra bæjarbúa segir í upphafi niðurstöðukafla:

“Í stuttu máli má segja að enginn sem rætt var við hafi verið sérlega ánægður með núverandi fyrirkomulag eða þjónustustig. Sama er hvar borið var niður.”

Vilji bæjarstjórnar hefur alltaf verið skýr og einhugur meðal bæjarfulltrúa um að fylgja eftir kröfu um bættar samgöngur og að koma heimamönnum nær rekstrinum og ákvarðanatöku hvað okkar stærsta hagsmunamál varðar.

Hvaða hug sem stórfyrirtækið Eimskip ber til bæjarstjórnar viljum við að ljóst sé að undirrituð bera eingöngu hlýhug til þess sem rekstraraðila skipsins og þess góða fólks sem þar starfar.  Áhöfn Herjólfs hefur enda unnið þrekvirki í að halda uppi samgöngum í Landeyjahöfn við mjög erfiðar aðstæður á gömlu og óheppilegu skipi. Bæjarstjórn mun á sama hátt ekki láta sitt eftir liggja í áratuga baráttu fyrir bættum samgöngum og hefur þá trú að með beinni aðkomu heimamanna að stjórn þessarar mikilvægu samgönguleiðar verði hægt að þjónusta bæjarbúa betur.  Það er markmiðið, og ekkert annað.

 

Auður Ósk Vilhjálmsdóttir

Birna Vídó Þórsdóttir

Elliði Vignisson

Hildur Sólveig Sigurðardóttir

Stefán Óskar Jónasson

Trausti Hjaltason

 

Hér má lesa viðtal Eyjar.net við Gunnlaug Grettisson

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).