Fræðsluráð:

Skoða að flytja 5. bekk yfir í Barnaskólann

2.Apríl'18 | 09:08
skoli

Barnaskóli Vestmannaeyja.

Fyrir fræðsluráði lá fyrir beiðni frá skólastjóra GRV um að skoða þann möguleika að færa 5. bekk úr Hamarsskólanum (HS) yfir í Barnaskóla Vestmannaeyja (BS). Þetta kemur fram í fundargerð frá síðasta fundi fræðsluráðs.

Fram kemur í bréfi skólastjóra að m.a. á fagfundum kennara og á kennarafundum hafi orðið mikil umræða um nauðsyn þess að færa 5. bekk úr HS yfir í BS, rætt var við starfsmenn í starfsmannaviðtölum í febrúar um þennan möguleika og þetta einnig rætt mikið innan kennarahópsins almennt. 

Kennarar telja m.a. að faglegt starf á miðstigi verði markvissara og með því náist betri yfirsýn yfir nám og kennslu á miðstigi ef allir aldurshópar á miðstigi verði í sömu byggingu, þ.e. 5.,6. og 7. bekkur. Stjórnendur sjá einnig tækifæri í tilfærslunni sem leið til að efla faglegt starf á miðstigi og leggja áherslu á að á hverju stigi verði starfandi deildarstjóri.

Skólastjóri óskar eftir því að þetta verði skoðað hvort tilfærslan geti átt sér stað á næsta eða þá þarnæsta skólaári. Mikilvægt er að athuga hvort tilfærslan sé fjárhagslega raunhæf og hvort húsnæði BS geti tekið á móti viðbótinni. Það þyrfti að ráðast í breytingar á efstu hæð í gamla skólanum með því að bæta við kennslustofum. Skólastjórnendur leggja áherslu á að einungis verði ráðist í verkefnið ef hægt er að ljúka því fyrir miðjan ágúst 2018 en annars þurfi að bíða með verkefnið þar til haustið 2019. Einnig er vert að hafa í huga að í haust mun stór árgangur koma inn í 5 ára deildina sem kallar á auka rými innan Hamarsskóla. 

Fræðsluráð þakkar skólastjóra erindið en við störf starfshóps um endurskoðun á skipuriti GRV kom þessi punktur sterklega fram sem framtíðarskref sem gæti verið til hagsbóta fyrir GRV. Fræðsluráð tekur vel í erindið og felur fræðsluskrifstofu að taka saman minnisblað fyrir næsta fund fræðsluráðs þar sem gerð verði úttekt á framkvæmdaþörf og kostnaði við flutninginn, helstu þáttum sem þarf að huga að og hvernig hægt verði að bregðast við og koma til móts við áhyggjur starfsfólks af flutningnum á borð við fjölda nemenda í matsal o.fl.

Ráðið óskar jafnframt eftir afstöðu skólaráðs hvað mögulegan flutning 5. bekkjar varðar. Í sama minnisblaði felur fræðsluráð fræðsluskrifstofu að gera kostnaðargreiningu á því að sérstakur deildarstjóri yrði skipaður við miðstig. Ráðið leggur áherslu á að minnisblaðið verði unnið eins fljótt og verða má þar sem skammur tími er til stefnu fyrir næsta skólaár og hægt verði að taka málið fyrir á næsta fundi ráðsins.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%