Þrasi VE í vandræðum við Bjarnarey

31.Mars'18 | 13:31
IMG_0928

Þorsteinn VE dregur hér Þrasa VE til hafnar. Ljósmynd/TMS

Betur fór en á horfðist þegar eldur kom upp í vélarrúmi Þrasa VE er hann var staddur að veiðum austur af Bjarnarey á tólfta tímanum í dag. Björgunarfélag Vestmannaeyja var kallað út og sendu þeir léttbát af stað.

Þrír voru í áhöfn Þrasa í dag og sakaði þá ekki. Að sögn Sigurðar Bragasonar eins skipverja Þrasa VE var Þorsteinn VE einnig á veiðum þarna nálægt, ca 1 sjómílu frá Þrasa. Hann kom fyrstur á staðinn en þá voru skipverjar á Þrasa búnir að ráða niðurlögum eldsins. Þorsteinn VE dró svo Þrasa í land.

Sigurður sagði í samtali við Eyjar.net að þeir hefðu tæmt úr einu slökkvitæki ofaní vélarrýmið og náð að slökkva eldinn. ,,Við urðum fljótt varir við að ekki væri allt með feldu og náðum að draga körin til sem voru ofaná lúgunni, þegar við svo opnuðum lúguna mætti okkur þykkur svartur reykur. Svo var ekkert annað að gera en að óska eftir aðstoð” sagði Sigurður sem var feginn að vera kominn í land.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.