Eyjamenn í undanúrslit Evrópukeppninnar

31.Mars'18 | 17:07
ibv_bikarm_2018_hsi_fb

Theodór Sigurbjörnsson kom aftur í liðið í dag og setti 7 mörk. Mynd/HSÍ

Eyjamenn tryggðu sér í dag sæti í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu, með öruggum sigri á Skif Krasnodar í síðari leik liðanna í 8-liða úr­slit­um. Lokaölur í dag voru 41-28. Eyjamenn sigruðu einnig í fyrri viðureign liðanna.

Kári Kristján Kristjánsson var markahæstur Eyjamanna með 9 mörk, Sigurbergur Sveinsson skoraði 8 og Theodór Sigurbjörnsson setti 7 í dag. Þá varði Aron Rafn Eðvarðsson 18 skot. Með þessum sigri jafnaði ÍBV met­in við Val sem komst í undanúr­slit keppn­inn­ar fyr­ir ári.

Sannarlega flottur árangur hjá deildar- og bikarmeisturum ÍBV.

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.