Uppsagnir í áhöfn Herjólfs

- uppsagnirnar í samræmi við samning Eimskips um rekstur ferjunnar. - Við þessa aðgerð er veruleg hætta á að missa gott starfsfólk í önnur störf því eðlilega er þetta mikil óvissa fyrir alla

29.Mars'18 | 16:47
ahofn

Óvissa ríkir meðal starfsmanna Herjólfs vegna óvissu um rekstur nýrrar ferju. Ljósmynd/TMS

Eyjar.net fékk veður af því að hluti áhafnar Herjólfs hafi verið sagt upp í vikunni. Þetta staðfesti Gunnlaugur Grettisson, forstöðumaður ferjusiglinga hjá Eimskip. Ástæðan er óvissa um áframhaldandi rekstrarfyrirkomulag er ný Vestmannaeyjaferja kemst í drift síðar á þessu ári.

„Jú þetta er rétt. Uppsagnirnar eru í samræmi við okkar samning um rekstur ferjunnar. Því miður er þetta hluti af því umhverfi sem um þessi störf gildir en alltaf mjög leiðinlegt og erfitt að þurfa að gera en því miður nauðsynlegt.” segir Gunnlaugur og bætir við:

Nýja ferjan á að sögn að koma í lok september og byrja að sigla í byrjun október og því núna aðeins 6 mánuðir í það. Uppsagnafrestur er háður annars vegar starfsaldri en hins vegar aldri þ.e. þegar starfsmaður hefur náð 10 ára starfsaldri lengist uppsagnafresturinn við ákveðinn aldur.

Veruleg hætta á að missa gott starfsfólk

Aðspurður segir Gunnlaugur að í gær hafi nokkrir starfsmenn fengið uppsagnabréf. Svo er einhver með fjögurra mánaða uppsagnafrest en megnið af okkar starfsmönnum er með hefðbundinn þriggja mánaða uppsagnafrest.

Eðli málsins samkvæmt er þetta erfitt fyrir okkar góðu starfsmenn sem flestir hafa verið hjá Eimskip lengi og prýðileg sátt og samstaða í hópnum. Við þessa aðgerð er veruleg hætta á að missa gott starfsfólk í önnur störf því eðlilega er þetta mikil óvissa fyrir alla.

Útboð eina eðlilega leiðin

„Ég er enn að vona að eðlilegt verklag verði notað við ákvörðun um rekstarfyrirkomulag nýju ferjunnar og að ekki verði farið í bæjarútgerð eins og suma dreymir um.

Þegar búið er að ákveða hve mikið á að sigla þ.e. fjölda ferða og viðbót á álagstímum, hve lengi hvern dag, gjaldskrá og fleira er útboð eina eðlilega leiðin og sú besta fyrir ríkið til að tryggja bestu nýtingu þess opinbera fjár sem í reksturinn á að fara.” segir Gunnlaugur

Óvissan í boði bæjarstjórnar

„Óvissan sem hefur verið alltof lengi er að mínu mati eingöngu í boði bæjarstjórnar. Þetta er erfitt fyrir alla en Eimskip hefur algjörlega verið á hliðarlínunni í málinu hingað til. Það er ekki okkar að hafa skoðun á fjölda ferða, lengd siglingatíma hvern dag eða gjaldskrá. Verum bara sammála um það sigla mikið, mun meira en núna er gert, byrja fyrr og enda síðar, hafa gjaldskrána lága og bjóðum verkið út.”

Þá segir hann að ákvörðunin liggi hjá ráðherra og ekki eftir neinu að bíða lengur. „Eðlilega höfðu ríkisstjórnar- og ráðherraskipti áhrif en núna eru liðnir fjórir mánuðir síðan það var og þetta er að verða gott. Auðvitað hefði þetta allt átt að liggja fyrir á síðasta ári hvernig hlutirnir verða við komu nýju ferjunnar en enn er ekkert er að frétta. Nauðsynlegt er að niðurstaða komist í málið, útboð eða bæjarútgerð, á allra næstu dögum en a.m.k ekki seinna en á næstu 1-2 vikum en svo líða vikurnar og ekkert gerist mánuð eftir mánuð eftir mánuð.” segir Gunnlaugur Grettisson.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.