Dómur kveðinn upp í áralangri lóðadeilu

- Vestmannaeyjabær bótaskyldur

28.Mars'18 | 15:35
IMG_5851

Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/TMS

Síðastliðin ár hefur verið ágreiningur á milli eigenda lóðanna að Heiðarvegi 6 og Vesturvegi 40 vegna 47m2 skika sem sem hefur verið í lóðarsamningi beggja aðila. Báðir eigendur töldu sig því réttmætan eiganda skikans og var ágreiningur vegna þess sem Héraðsdómur Suðurlands hefur nú dæmt í.

Niðurstaðan var sú að eigandi Heiðarvegar 6 taldist réttur eigandi skikans en litið var m.a. til þess að þegar að skikinn var færður undir Heiðarveg 6 þá var Vestmannaeyjabær bæði leigusali og leigutaki lóðarinnar að Vesturvegi 40, en umræddur skiki var á þeim tíma einnig hluti lóðarsamnings þeirrar eignar.

Síðar gerðir lóðarleigusamningar vegna Vesturvegar 40 voru ekki taldir breyta þessu. Hins vegar var staðfest að bótaskylda Vestmannaeyjabæjar gagnvart eiganda Vesturvegar 40, þar sem þessi umræddur skiki féll undir lóð fasteignarinnar að Heiðarvegi 6.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%