Hæstiréttur snéri dómi héraðsdóms við og dæmdi Græðisbraut ehf. í vil

27.Mars'18 | 13:07
Toppurinn

Hér má sjá bílastæðin og lóðina sem um ræðir. Ljósmynd/TMS

Ágreiningur hefur verið á milli eiganda lóðarinnar að Græðisbraut 1 og Heiðarvegs 10 varðandi umferðarrétt eigenda Græðisbrautarinnar yfir lóðina að Heiðarvegi 10.

Eigendur Græðisbrautarinnar fengu sett lögbann á girðingarframkvæmdir eiganda Heiðarvegs 10 þar sem þær framkvæmdir komu í veg fyrir að hægt væri að nota bílastæði við Græðisbrautina.  Lögbanninu var hnekkt í héraðsdómi sem dæmdi eiganda Heiðarvegs 10 í vil og taldi hann grandlausan vegna umferðarréttarins þar sem hans var ekki getið í þinglýsingarbókum.

Hæstiréttur staðfesti hins vegar lögbannið og vísað til þess að eigandi Heiðarvegs 10 gæti ekki talist grandlaus þó svo að umferðarréttinum væri ekki þinglýst þar sem honum hefði ekki getað dulist að nauðsynlegt væri að fara yfir lóðina að Heiðarvegi 10 til að nýta bílastæðin við Græðisbrautina. 

Dæmdi Hæstiréttur þannig eigendum Græðisbrautarinnar í hag og staðfesti að umferðarrétturinn væri ekki fallinn niður.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).