Landeyjahöfn orðin fær fyrir Herjólf

25.Mars'18 | 14:55
her_lan

Herjólfur siglir í Landeyjahöfn það sem eftir lifir dags. Ljósmynd/TMS

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar seinnipartinn í dag, segir í tilkynningu frá Sæferðum. Brottför er frá Vestmannaeyjum klukkan 15:30, 18:45, 21:00. Brottför frá Landeyjahöfn klukkan 17:10, 19:45, 21:30.

Þeir farþegar sem áttu bókað til/frá Þorlákshöfn 15:30/19:15 eiga nú bókað til/frá Landeyjahöfn 15:30/19:45.

Rúta verður í boði frá Landeyjahöfn til Þorlákshafnar fyrir þá sem eiga bíla í Þorlákshöfn eftir ferðina frá Vestmannaeyjum 15:30. Fullt er í rútuna frá Landeyjahöfn til Þorlákshafnar eftir 15:30 ferðina. Ef það eru fleiri sem þurfa að komast frá Landeyjahöfn til Þorlákshafnar að sækja bíl, þá verður aftur rúta eftir ferð frá Vestmannaeyjum 18:45. ATH, farþegar sem þurfa að nýta þessa þjónustu verða að láta vita af sér í afgreiðslu Herjólfs í Vestmannaeyjum fyrir brottför úr Eyjum.

Öldu og veðurspá fyrir næstu daga er ekki góð fyrir siglingar í Landeyjahöfn

Öldu og veðurspá fyrir mánudag og næstu daga er ekki góð fyrir siglingar í Landeyjahöfn, tilkynning varðandi siglingar á morgun, mánudag verður send út fyrir klukkan 7 í fyrramálið, segir ennfremur í tilkynningunni.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.