Framkvæmdasjóður ferðamannastaða:

Styrkja byggingu á pysjupalli

sem er jafnframt áningarstaður á gönguleiðinni meðfram Hamrinum

23.Mars'18 | 06:36
mette_orn_2016_saeheimar

Til stendur að byggja pall sem er öruggur til að sleppa lundapysjum. Mynd/Sæheimar

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, tilkynntu í gær um úthlutun á ríflega 2,8 milljörðum króna til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á fjölsóttum stöðum í náttúru Íslands og öðrum ferðamannastöðum.

Eitt af þeim verkefnum sem hlaut styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða er á vegum Þekkingarseturs Vestmannaeyja. Þekkingarsetrið fékk 4.000.000.- styrk til að byggja pall sem er öruggur til að sleppa lundapysjum og sem er jafnframt áningarstaður á gönguleiðinni meðfram Hamrinum.

Útsýni þaðan er mjög fagurt og mun framkvæmdin einnig bæta aðgengi með bílastæðum og lagfæringu á slóða. Áhugavert og mikilvægt verkefni hvað varðar öryggi ferðamanna, segir í umsögn um styrkveitinguna.

Hér má sjá lista yfir þau verkefni sem fengu styrk.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.