Sameiginlegt umhverfisátak:

„Einn poki af rusli"

22.Mars'18 | 06:33

Ljósmynd/úr safni

Umhverfis- og skipulagsráð hefur lagt umtalsverða áherslu á að auka umhverfisvitund hér í Vestmannaeyjum, segir m.a í bókun ráðsins þar sem kynnt er umhverfisátak sem miðar að því að gera Vestmannaeyjar að snyrtilegasta bæjarfélagi landsins.

Bókun ráðsins í heild sinni:

Líkt og í fyrra leggur ráðið til að einstaklingar, fyrirtæki og félagasamtök fari í sameiginlegt átak um að gera Vestmannaeyjar að snyrtilegasta bæjarfélagi landsins með því að hreinsa til á lóðum okkar og í nærumhverfinu, í gönguferðum eða hvar sem þarf að láta hendur standa fram úr ermum.
 
Átakið hefst þegar í stað og stendur til 6.maí nk. Hægt er að fylgjast með framvindunni á facebook-síðunni "Einn poki af rusli", en þar munu fyrirtæki skora á önnur fyrirtæki líkt og var í fyrra og gaf góða raun.
 
Þá mun umhverfis- og framkvæmdasvið leggja til poka sé þess óskað en hægt er að fá slíkt í Þjónustumiðstöð bæjarins á opnunartíma. Starfsmenn bæjarins munu einnig hirða upp poka og annað sem fellur til eftir ruslatínsluna en gott er að fá ábendingar um hvar slíkt er að finna sé það skilið eftir.
 
Ráðið felur starfsmönnum umhverfis- og framkvæmdasviðs að kynna átakið.
 
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-