Afleysing fyrir nýja Vestmannaeyjaferju:

Uppfylli fyrst og fremst öll skilyrði um öryggi

19.Mars'18 | 11:30
IMG_3012

Baldur hefur leyst Herjólf af alls fjórum sinnum. Ljósmynd/AH

,,Ætíð hefur verið leitast við að velja þann kost sem bestur er miðað við þær fjárveitingar sem fyrir hendi eru.” Þetta er meðal sem kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni um ferjusiglingar.

Fyrirspurn Andrésar Inga má lesa í heild sinni hér að neðan:

     1.      Hversu oft og hve lengi hverju sinni hefur önnur ferja en Herjólfur verið notuð til siglinga milli lands og Eyja frá ársbyrjun 2010?
    Herjólfur hefur að jafnaði farið í slipp annað hvert ár.
    2011: Slipptaka 4.–18. september og 26.–30. nóvember. Afleysingaskip – Baldur.
    2012: Slipptaka 1.–9. desember. Afleysingaskip – Baldur.
    2014: Slipptaka 6.–21. september. Afleysingaskip – Baldur.
    2017: Slipptaka 30. apríl – 26. maí. Afleysingaskip – Baldur.
    September 2017: Herjólfur fer í viðgerð við hafnarkant í Hafnarfirði vegna viðgerðar á niðurfærslugír, en ekki var farið í slipp. Afleysingaskip var Röst frá Noregi.

     2.      Hvaða ástæður voru fyrir því hverju sinni að notað var annað skip en Herjólfur, hvaða skip voru notuð og í hvaða tilvikum voru fengin skip frá útlöndum?
    Baldur var eina skipið sem fékkst á þeim tíma sem getið er um að framan og gat siglt í Landeyjahöfn. Kostnaður við ferjusiglingar til Vestmannaeyja er meiri en fjárveitingarnar og var talið af sérfróðum mönnum að kostnaður við að fá annað skip erlendis frá væri ekki réttlætanlegur í því ljósi. Eina tilvikið þar sem skip hefur verið fengið erlendis frá á þessu tímabili er frá því í september síðastliðnum. Þá fékkst skip frá Noregi eftir mikla eftirgangsmuni og eftir neitun í tvígang frá þeim sem að lokum lánaði ferjuna.

     3.      Hversu lengi á fyrrgreindu tímabili hefur verið notuð ferja til siglinga milli lands og Eyja sem hafði ekki haffærisskírteini til að sigla til Þorlákshafnar?
    Þau skip sem hafa verið leigð frá því að Landeyjahöfn var opnuð hafa ekki verið með leyfi til að sigla til Þorlákshafnar. Baldur er með leyfi til að sigla á C-hafsvæði og hefur fengið undanþágu til að sigla á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar, sem var B-hafsvæði allt til ársins 2016. Baldur hefur ekki siglt til Þorlákshafnar í afleysingum fyrir Herjólf eftir að Landeyjahöfn var opnuð.

     4.      Hvernig og hversu oft hefur flokkun hafsvæðisins á milli lands og Eyja verið breytt frá 2010 með tilliti til krafna um haffæri farþegaskipa á siglingaleiðinni?
    Flokkun hafsvæðis milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar, þ.e. Bakkafjöru, hefur einu sinni verið breytt og þá þannig að hafsvæðið flokkast sem C-hafsvæði samkvæmt reglugerð 666/2001 með síðari breytingum (680/2016) frá 1. maí – 30. september ár hvert. Á öðrum tíma flokkast hafsvæðið sem B-hafsvæði en áður flokkaðist þetta hafsvæði allt árið sem B-hafsvæði.


     5.      Hvernig var leyst úr föstum verkefnum innlendra skipa meðan þau voru notuð til afleysinga fyrir Herjólf?
    Á meðan Baldur var fjarverandi óku bæði bílar og flutningabílar þjóðveginn vestur en reynt hefur verið að haga afleysingu vegna slipptöku Herjólfs þannig að hún sé á þeim tíma þegar vegir eru að jafnaði vel færir og farið að draga úr sumarumferð. Hugað var sérstaklega að viðhaldi og þjónustu við veginn meðan á þessu stóð. Siglingum í Flatey hefur verið sinnt af minni bát sem Sæferðir eiga.

     6.      Hvernig sér ráðherra fyrir sér að staðið verði að afleysingu fyrir nýja Vestmannaeyjaferju þegar hún fer í slipp?
    Ætíð hefur verið leitast við að velja þann kost sem bestur er miðað við þær fjárveitingar sem fyrir hendi eru. Áfram verður miðað við að þær lausnir sem valdar eru uppfylli fyrst og fremst öll skilyrði um öryggi.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).