Handknattleikur:

Erl­ing­ur næsti þjálfari ÍBV

18.Mars'18 | 20:55
erling

Erl­ing­ur Rich­ards­son

Erl­ing­ur Rich­ards­son hef­ur samið við hand­knatt­leiks­deild ÍBV um að þjálfa karlalið fé­lags­ins næstu þrjú árin, frá og með kom­andi sumri þegar hann tek­ur við af Arn­ari Pét­urs­syni sem læt­ur af störf­um að þessu tíma­bili loknu.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá hand­knatt­leiks­deild ÍBV.

Erl­ing­ur var lengi leikmaður ÍBV og tek­ur nú við þjálf­un liðsins í þriðja sinn. Hann var síðast með liðið tíma­bilið 2012-13 þegar það vann 1. deild­ina en þá stýrðu hann og Arn­ar liðinu ssam­an. Áður þjálfaði hann lið HK sem varð Íslands­meist­ari und­ir stjórn hans og Krist­ins Guðmunds­son­ar árið 2012.

Erl­ing­ur þjálfaði síðan West Wien í Aust­ur­ríki og Füch­se Berlín í Þýskalandi en síðar­nefnda liðið varð heims­meist­ari fé­lagsliða und­ir hans stjórn. Þá hef­ur hann í tæpt ár verið landsliðsþjálf­ari Hol­lend­inga í karla­flokki og er á leið með þá í um­spil um sæti á HM í sum­ar.

 

Mbl.is greindi frá.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%