Op­in­bert hluta­fé­lag um nýj­an Herjólf?

16.Mars'18 | 06:40
nyr_her_crist

Tölvugerð mynd af nýrri Vestmannaeyjaferju. Spurningin er hver komi til með að reka hana?

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra fundaði með bæj­ar­stjórn Vest­manna­eyja í gær um mögu­legt rekstr­ar­fyr­ir­komu­lag nýrr­ar Vest­manna­eyja­ferju.

Ráðherra hef­ur áður sagt að hag­kvæm­asti mögu­leik­inn í stöðunni sé að bjóða út rekst­ur nýrr­ar ferju til skemmri tíma, mögu­lega til tveggja ára. Vest­manna­eyja­bær hef­ur lýst sig til­bú­inn til að taka við rekstri ferj­unn­ar.

Sjá einnig: Ræddi við bæjarstjórn um rekstur nýrrar Vestmannaeyjaferju

Elliði Vign­is­son bæj­ar­stjóri seg­ir að móta þurfi þjón­ustu nýrr­ar ferju til að mæta þörf­um íbúa, sem hafi verið ósátt­ir við þjón­ust­una eins og hún hef­ur verið veitt. „Ráðherra tók hug­mynd­um okk­ar vel, við erum sam­mála um mark­miðin. Við lýst­um þess­ari leið sem við telj­um rétt að fara. En við erum líka til­bú­in til þess að nálg­ast aðrar leiðir með ráðherra, eins og t.d. það að þetta verði op­in­bert hluta­fé­lag og ríki og sveit­ar­fé­lag geri þetta sam­an,“ seg­ir Elliði í Morg­un­blaðinu í dag.

 

Mbl.is greindi frá.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.