Uppfærð frétt

Mun Erlingur taka við ÍBV af Arnari?

15.Mars'18 | 08:49
erling

Erlingur Richardsson.

Arnar Pétursson tilkynnti í gærkvöldi að hann myndi hætta að þjálfa karlalið ÍBV í lok leiktíðar. Ekki var minnst á hver myndi taka við liðinu.

Vísir.is segir frá því nú í morgunsárið að samkvæmt áreiðanlegum heimildum muni Erlingur Richardsson taka við liðinu af Arnari.

Erlingur er ekki ókunnur í herbúðum félagsins eftir að hafa bæði leikið og þjálfað hjá ÍBV. Hann þjálfaði bæði karla- og kvennalið félagsins í upphafi aldarinnar áður en hann fór til starfa hjá HK.

Sjá einnig: Arnar hættir með ÍBV eftir tímabilið

Erlingur þjálfaði svo austurríska félagið WestWien frá 2013-15 áður en hann fór til þýska stórliðsins Füchse Berlin sem hann stýrði leiktíðina 2015-16. Hann tók við sem landsliðsþjálfari Hollands á síðasta ári. Vænta má þess að tilkynnt verði um ráðningu Erlings mjög fljótlega, segir í frétt Vísis.

 

Fréttin hefur verið uppfærð, en þess má geta að ÍBV hefur ekki sent út tilkynningu vegna þessa máls, eins og lesa mátti í upphaflegu útgáfunni.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.