Skipalyftan stækkar við sig
14.Mars'18 | 11:42Í gær var fyrsta skóflustungan tekin að 720 m2 byggingu Skipalyftunnar. Húsið er staðsett norðan megin við núverandi húsnæði Skipalyftunnar á Eiðinu.
Það voru þau Anna Sigrid Karlsdóttir og Hlynur Geir Richardsson starfsmenn Skipalyftunnar sem fengu þann heiður að taka fyrstu skóflustunguna. Þau hafa lengstan starfsaldur hjá fyrirtækinu auk Stefáns Jónssonar, sem einnig er einn eiganda.
Stefán sagði í samtali við Eyjar.net að til standi að færa hluta af smiðjunni í nýbygginguna. Í dag er áætlað að flytja renni- og vélaverkstæðið og hluta lagersins þarna yfir.
segir Stefán.
Það var Halldór Hjörleifsson sem teiknaði húsið. Helstu stærðir eru: LxB = 40 x 18m. Vegghæðin er 6,5m og hæð í mæni verður 8,9m. Húsið er að hluta til tvær hæðir.
Hér að neðan má sjá myndir frá skóflustungunni í gær.
Tags
Skipalyftan
Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.
Vilt þú ná til Eyjamanna?
17.Ágúst'19Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn
17.September'19Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar
Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).