Ásmundur Friðriksson skrifar:
Ferðasjóður íþróttafélaga
14.Mars'18 | 15:50Ferðasjóður íþróttafélaga hefur fengið árlegt framlag á Fjárlögum Alþingis, allt frá árinu 2007. Sjóðurinn er hugarfóstur Stefáns Jónassonar bæjarfulltrúa í Vestmannaeyjum og það er ánægjulegt að Alþingi bætti verulega í ferðasjóðinn og vegna keppnisferða ársins 2017 fær íþróttafólk í Vestmannaeyjum um 1 milljón á mánuði eða 12.203.727 úthlutað fyrir árið 2017.
Það er mikilvægt að Alþingi hefur aukið framlög sín í Ferðasjóð íþróttafélaganna á síðustu árum og þannig komið betur til móts við ferðakostnað félaganna enda er hann oft á tíðum þyngsti kostnaðurinn í ársreikningum flestra íþróttafélaga á landsbyggðinni. Við þekkjum það öll hvað þessi búbót er mikilvæg fyrir rekstur íþróttafélaganna og buddu foreldranna sem oft á tíðum verða að standa undir ferðakostnaði barna sinna til fjarlægari keppnisstaða. Eftir að ég sjálfur sé rekstur íþróttafélaganna í meiri fjarlægð dáist ég meir og meir af þeim einstaklingum sem leggja á sig mikla samfélagslega vinnu við að halda úti rekstri félaganna sem sjaldan er þakkaður.
Það eru margir frammámenn í íþróttahreyfingunni í Eyjum sem hafa gert góða hluti, en fáir sem hafa haft jafn viðtæk áhrif og koma jafn mörgum til góða og hugmynd Stefáns Jónassonar um ferðasjóð til handa íþróttamönnum á landsbyggðinni.
Til upplýsinga fyrir lesendur greinarinnar birti ég lista yfir úthlutanir vegna ársins 2017 og minni okkur þingmenn á hvað það er mikilvægt að auka enn frekar framlög í Ferðasjóð íþróttafélaga til að auðvelda rekstur þeirra. Á árinu 2017 bárust Ferðasjóði íþróttafélaga 250 umsóknir frá 129 félögum úr 21 íþróttahéraði vegna 2.972 keppnisferða í 21 íþróttagrein.
Íþróttahérað |
Úthlutun |
Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu |
3.047.875 |
Héraðssambandið Skarphéðinn |
3.692.935 |
Héraðssamband Strandamanna |
22.806 |
Héraðssamband Vestfirðinga |
10.191.688 |
Héraðssamband Þingeyinga |
4.522.277 |
Íþróttabandalag Akraness |
1.181.801 |
Íþróttabandalag Akureyrar |
29.993.437 |
Íþróttabandalag Hafnarfjarðar |
2.869.112 |
Íþróttabandalag Reykjavíkur |
14.434.905 |
Íþróttabandalag Vestmannaeyja |
12.203.727 |
Íþróttabandalag Reykjanesbæjar |
2.281.960 |
Íþróttabandalag Suðurnesja |
2.107.364 |
Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands |
17.326.598 |
Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar |
924.259 |
Ungmennasamband Borgarfjarðar |
48.392 |
Ungmennasamband Eyjafjarðar |
832.572 |
Ungmennasamband Kjalarnesþings |
9.595.816 |
Ungmennasamband Skagafjarðar |
4.961.372 |
Ungmennasamband Austur-Húnvetninga |
14.296 |
Ungmennasambandið Úlfljótur |
5.909.373 |
Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga |
836.259 |
Samtals |
126.998.824 |
Ásmundur Friðriksson alþingsmaður. |
|
|
|
Höfundur: Ásmundur Friðriksson.
F. í Reykjavík 21. jan. 1956. For.: Friðrik Ásmundsson (f. 26. nóv. 1934) skipstjóri og skólastjóri og Valgerður Erla Óskarsdóttir (f. 24. maí 1937). M. Sigríður Magnúsdóttir (f. 26. jan. 1958) matráður. For.: Magnús G. Jensson og Kristín Guðríður Höbbý Sveinbjörnsdóttir. Börn: Ása Hrönn (1982), Erla (1984), Magnús Karl (1991). Sonur Ásmundar og Sigurlaugar Sigurpálsdóttur: Friðrik Elís (1975). Stjúpdóttir, dóttir Sigríðar: María Höbbý Sæmundsdóttir (1977).
Gagnfræðapróf Skógaskóla 1973.
Stundaði netagerð og sjómennsku 1970-1972. Vann við hreinsun Heimaeyjar sumarið 1973. Verkstjóri hjá Viðlagasjóði við hreinsun og endurreisn og uppgræðslu Heimaeyjar 1974-1978. Framleiðslu- og yfirverkstjóri hjá Vinnslustöð Vestmannaeyja 1978-1986. Sjálfstætt starfandi blaðamaður 1980-2003. Framkvæmdastjóri Samkomuhúss Vestmannaeyja 1986. Rak fiskvinnslufyrirtækið Kútmagakot ehf. 1988-2003. Framkvæmdastjóri Knattspyrnudeildar Keflavíkur 2004. Verkefnastjóri Ljósanætur 2006. Verkefnastjóri í atvinnu- og menningarmálum hjá Reykjanesbæ 2008. Bæjarstjóri Sveitarfélagsins Garðs 2009-2012.
Í þjóðhátíðarnefndum Vestmannaeyja 1974-1996. Formaður handknattleiksdeildar Þórs 1974-1978. Formaður Eyverja, félags ungra sjálfstæðismanna, 1981-1984. Í stjórn SUS 1983-1987. Í flokksráði Sjálfstæðisflokksins og í stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Eyjum 1982-1986.Formaður íþrótta- og tómstundaráðs Vestmannaeyja 1982-1986. Formaður ÍBV 1994-1999. Formaður knattspyrnudeildar ÍBV 1999-2002. Stofnandi og formaður hollvinasamtaka Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði, NLFÍ, 2005-2011. Í stjórn Félags myndlistarmanna í Reykjanesbæ 2007-2008. Stofnandi Lista- og menningarfélagsins í Garði 2009. Stjórnandi listaverkefnisins Ferskir vindar í Garði 2010. Formaður Sjálfstæðisfélagsins í Garði frá 2012.
Alþm. Suðurk. síðan 2013 (Sjálfstæðisflokkur).
Atvinnuveganefnd 2013-, velferðarnefnd 2013-.
Ritstjóri: Fylkir, málgagn sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum (1986-1988).
Fjölmiðlabúvörusamningur
6.Febrúar'19 | 08:19Orkupakkinn og verðmætasköpunin
26.Nóvember'18 | 06:58Útþynntar hefðir Alþings
20.Nóvember'18 | 06:11Þingmaður er þjónn fólksins í kjördæminu
11.Nóvember'18 | 13:03Í ljósi sögunnar
4.Nóvember'18 | 22:46ASI þing og svik í Helguvík
29.Október'18 | 08:16Sjómannasambandið á móti veiðigjöldum
21.Október'18 | 21:45Framtíðar lífsgæði kosta þúsund milljarða
14.Október'18 | 18:13Með púlsinn á kjördæminu
7.Október'18 | 13:38Ekki fyrir hálfdrættinga
29.September'18 | 12:59Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála
2.Nóvember'18Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.
Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey
27.Október'17Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is
Vilt þú ná til Eyjamanna?
28.Júní'17Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.