Vel heppnað Eyjahjarta

- myndband

13.Mars'18 | 13:58
thorlindur_kjartans_lagf

Þórlindur Kjartansson var einn fyrirlesara. Skjáskot/you tube.

Á sunnudaginn var, var boðið til sannkallaðrar veislu í Einarsstofu í Safnahúsi. Þar var á ferðinni dagskrá undir merkjum Eyjahjartans, sú sjöunda í röðinni.

Eyjahjartað samanstendur af Einari Gylfa Jónssyni, Þuríði Bernódusdóttur, Atla Ásmundssyni og Kára Bjarnasyni. Að jafnaði er boðið upp á tvær til þrjár dagskrár á ári með þremur til fjórum fyrirlesurum hverju sinni. Eins og fundarstjóri, Kári Bjarnason, nefndi þá mótuðu fjórmenningarnir strax í upphafi þá stefnu að bjóða einungis upp á dagskrár þar sem skemmtilegt fólk yrði fengið til að segja á skemmtilegan hátt frá sínum skemmtilega tíma í Vestmannaeyjum. Hann bætti því við að í ljós hefði komið einn stór galli – það væri of mikið af fólki sem uppfyllti skilyrðin.

Minningar frá annarri öld og að því er virðist annarri veröld

Það eru sannarlega orð að sönnu, því jafnvel þótt á þriðja tug einstaklinga hafi komið fram á vegum Eyjahjartans undanfarin ár hafa erindin verið hvert öðru betra. Að þessu sinni voru fyrirlesararnir fjórir. Fyrst var Guðrún Kristín Sigurgeirsdóttir sem kallaði sitt erindi Flökkukind. Hún fjallaði á skemmtilegan og einlægan hátt um uppvöxt sinn á Grænuhlíðinni og hin mörgu smáu heimsafrek sem þar voru unnin á tíma og stað sem hvorutveggja er horfið. Næstur var Eiríkur Þór Einarsson og fór hann með áheyrendur í anda yfir á Landagötuna þar sem heil hjörð stráka og fáeinna stelpna var hvolfþak æskunnar. Þá kom röðin að Jóhönnu Maríu Eyjólfsdóttur sem kallaði sitt erindi einfaldlega Heima er best. Talaði hún á afar persónulegum nótum um bernskuna og uppvöxtinn. Síðastur var Þórlindur Kjartansson og hét erindi hans Bernskan bjarta. Erindi hans má sjá hér neðar.

Í stuttu máli var um að ræða enn eina vel heppnaða dagskrá Eyjahjartans þar sem áheyrendur voru hrifnir í anda og fengu að ganga eina dagstund saman til móts við bernskuna í Eyjum, heimsækja enn á ný staði sem komnir eru undir hraun og rifja upp minningar frá annarri öld og að því er virðist annarri veröld.

Hér að neðan má sjá erindið sem Þórlindur Kjartansson flutti. Það var Halldór B. Halldórsson sem sá um upptöku.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.