Loðnuvertíðin:

„Hefur verið brölt og bras”

Ísfélagið á 7500 tonn eftir óveidd af 36.200 tonna kvóta

13.Mars'18 | 13:05
heimaey_3

Heimaey VE hér við bryggju. Mynd/TMS

Stutt er eftir af loðnuvertíðinni og eru skipin nú flest úti fyrir Vestfjörðum að veiðum. Eyjar.net ræddi við Eyþór Harðarson, útgerðastjóra hjá Ísfélagi Vestmannaeyja um loðnuvertíðina.

Aðspurður segir Eyþór að loðnuvertíðin hafi verið hálf skrýtin.

„Við áttum von á góðri vertíð og bjartsýni ríkti í bransanum fyrr í vetur. Við byrjuðum í janúar með von í brjósti um aukin kvóta eftir janúarmælingar Hafró. Það gerðist hins vegar ekki og við hættum veiðum uppúr 20. janúar og biðum eftir grunnnótarveiði þar sem hugmyndin var að frysta loðnu og vinna í hrogn, það sem eftir væri af kvótanum.

Veiðarnar síðustu vikur hafa aftur á móti verið sérstakar og ekki mikið magn gengið hér suður um til hrygningar eins og við eigum að venjast. Þannig að þetta hefur verið brölt og bras og menn ekki vissir um hvort þeir eigi að vera fyrir Norðurlandi, Vesturlandi eða Suðurlandi við veiðarnar, því loðnan er mjög dreifð á þessu svæði fram til þessa, á mismunandi þroskastigi að auki. En í þessum töluðu orðum hafa menn fundið loðnu við Vestfirðina sem virðist vera að gefa ágætis veiði í fullþroskaðri loðnu til hrognatöku og vonandi náum við að klára vertíðina þar.” segir Eyþór.

Hvað eigið þið mikið eftir af kvótanum?

Við eigum 7500 tonn óveidd eftir af 36.200 tonna kvóta.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is