Dagbók lögreglunnar:

Tvær líkamsárásir kærðar til lögreglu

12.Mars'18 | 17:50
logreglubi

Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í liðinni viku. Ljósmynd/TMS

Tvær líkamsárásir voru kærðar til lögreglu eftir skemmtanahald helgarinnar. Í öðru tilvikinu fékk sá sem varð fyrir árásinni skurð á augabrún og var árásaraðilinn handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. 

Í hinu tilvikinu var um minniháttar áverka að ræða. Bæði málin eru í rannsókn. Þá var einn handtekinn aðfaranótt sunnudags vegna gruns um heimilisofbeldis og var honum sleppt að skýrslutöku lokinni. Málið er í rannsókn.

Síðdegis á föstudaginn fór lögreglan í tvær húsleitir og fundust fíkniefni hjá tveimur aðilum við þá leit. Um er að ræða smáræði af maríhúana. Málin eru í rannsókn.

10 kærur liggja fyrir vegna brota á umferðarlögum, einn vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna, sjö ökumenn voru kærðir vegna ólöglegrar lagningar ökutækja, einn fyrir að nota ekki öryggisbelti í akstri og einn fyrir of hraðan akstur en hann mældist á 75 km/klst. á Hamarsvegi en þar er hámarkshraði 50 km/klst, segir í dagbók lögreglunnar í Eyjum.

Tags

Lögreglan

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%