Dagbók lögreglunnar:
Tvær líkamsárásir kærðar til lögreglu
12.Mars'18 | 17:50Tvær líkamsárásir voru kærðar til lögreglu eftir skemmtanahald helgarinnar. Í öðru tilvikinu fékk sá sem varð fyrir árásinni skurð á augabrún og var árásaraðilinn handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.
Í hinu tilvikinu var um minniháttar áverka að ræða. Bæði málin eru í rannsókn. Þá var einn handtekinn aðfaranótt sunnudags vegna gruns um heimilisofbeldis og var honum sleppt að skýrslutöku lokinni. Málið er í rannsókn.
Síðdegis á föstudaginn fór lögreglan í tvær húsleitir og fundust fíkniefni hjá tveimur aðilum við þá leit. Um er að ræða smáræði af maríhúana. Málin eru í rannsókn.
10 kærur liggja fyrir vegna brota á umferðarlögum, einn vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna, sjö ökumenn voru kærðir vegna ólöglegrar lagningar ökutækja, einn fyrir að nota ekki öryggisbelti í akstri og einn fyrir of hraðan akstur en hann mældist á 75 km/klst. á Hamarsvegi en þar er hámarkshraði 50 km/klst, segir í dagbók lögreglunnar í Eyjum.
Tags
Lögreglan
Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.