Nýr slökkvibíll til Eyja

- á eftir að verða algjör bylting í störfum slökkviliðsins og auka öryggi og getu liðsins til mikilla muna

12.Mars'18 | 08:54
korfubill_slv_cr

Nýi körfubíllinn. Ljósmynd/Facebooksíða Slökkviliðs Vestmannaeyja

Slökkvilið Vestmannaeyja hefur bætt tækjakost sinn verulega. Gengið var frá kaupum á fyrsta körfubíl slökkviliðsins á dögunum.

Bíllinn, sem er Scania P94, árgerð 2000 er með 32m Bronto lyftibúnaði og hefur verið í þjónustu slökkviliðsins í Sundsvall í Svíþjóð þar til hann var seldur hingað til Eyja, segir á facebook-síðu slökkviliðsins.

Vinna stendur nú yfir við að gera körfubílinn kláran. Búið að fjarlægja allar gamlar merkingar, skipta út tengjum og þvo og hreinsa fyrir mössun og bón. Nýjar merkingar eru í vinnslu og svo nýskráning síðar í mánuðinum. Framundan eru æfingar og kennsla og svo formlega vígsla á tækinu. Þá segir í facebook-færslunni að þetta eigi eftir að verða algjör bylting í störfum slökkviliðsins og auka öryggi og getu liðsins til mikilla muna. Nú vantar bara nýja slökkvistöð, segir í niðurlagi færslunnar.

 

 

 

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Þjóðhátíðartjald til sölu

16.Október'20

Er með til sölu þjóðhátíðartjald með innbúi. Þrír bekkir, kommóða og borð fylgir með, auk skrauts. Verð 300.000,- Nánari upplýsingar veitir Viktor í síma 845-0533.  

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-