Nýr slökkvibíll til Eyja

- á eftir að verða algjör bylting í störfum slökkviliðsins og auka öryggi og getu liðsins til mikilla muna

12.Mars'18 | 08:54
korfubill_slv_cr

Nýi körfubíllinn. Ljósmynd/Facebooksíða Slökkviliðs Vestmannaeyja

Slökkvilið Vestmannaeyja hefur bætt tækjakost sinn verulega. Gengið var frá kaupum á fyrsta körfubíl slökkviliðsins á dögunum.

Bíllinn, sem er Scania P94, árgerð 2000 er með 32m Bronto lyftibúnaði og hefur verið í þjónustu slökkviliðsins í Sundsvall í Svíþjóð þar til hann var seldur hingað til Eyja, segir á facebook-síðu slökkviliðsins.

Vinna stendur nú yfir við að gera körfubílinn kláran. Búið að fjarlægja allar gamlar merkingar, skipta út tengjum og þvo og hreinsa fyrir mössun og bón. Nýjar merkingar eru í vinnslu og svo nýskráning síðar í mánuðinum. Framundan eru æfingar og kennsla og svo formlega vígsla á tækinu. Þá segir í facebook-færslunni að þetta eigi eftir að verða algjör bylting í störfum slökkviliðsins og auka öryggi og getu liðsins til mikilla muna. Nú vantar bara nýja slökkvistöð, segir í niðurlagi færslunnar.

 

 

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).