Breytingar á mannvirkjalögum

Mun auka byggingarkostnað

Ljóst er að krafa um faggildingu mun auka byggingakostnað og sá kostnaður muni leggjast að mestu leyti á byggingaraðila, segir í bókun umhverfis- og skipulagsráðs

12.Mars'18 | 07:38

Mikið hefur verið byggt í Eyjum undanfarin ár. Ljósmynd/úr safni

Fyrir umhverfis- og skipulagsráði Vestmannaeyjabæjar lá bréf sem tekið var fyrir á síðasta fundi ráðsins. Bréfið er frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna fyrirliggjandi breytinga á mannvirkjalögum sem lagt hefur verið fram á Alþingi.

Í bókun ráðsins segir að umhverfis- og skipulagsráð hefi kynnt sér þær lagabreytingar sem liggja fyrir, sem og erindið frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
 
Að mati ráðsins munu meginmarkmið lagabreytinga ekki nást með fyrirliggjandi frumvarpi um breytingar á mannvirkjalögum. Ljóst er að krafa um faggildingu mun auka byggingarkostnað og sá kostnaður muni leggjast að mestu leyti á byggingaraðila og eins er ekki nógu skýrt hver útgjöld sveitarfélagsins verða við faggildingu embættis byggingarfulltrúa.

Þá telur ráðið að krafa um faggildingu eigi frekar við um stærri framkvæmdir, þ.e. að einfaldari framkvæmdir ss. einbýlishús, sumarhús, bílskúrar og minni mannvirki verði undanþegin faggildingu. Í ljósi þess beinir ráðið því til sambandsins að beita sér fyrir því að krafa um faggildingu verði felld úr lögum og að felld verði út sú krafa að einungis faggiltir skoðunarmenn hafi heimild til að gera öryggis- og lokaúttekt.

Ráðið vill einnig benda á að breyting varðandi skil á ábyrgðaryfirlýsingu iðnmeistara við upphaf verkþátta mun t.d. gera byggingarfulltrúum erfiðara fyrir að hindra að iðnmeistarar séu að vinna verk sín án gæðakerfis líkt og lög gera ráð fyrir. Ábyrgðaryfirlýsing allra iðnmeistara ætti að mati ráðsins að vera skýr í upphafi við útgáfu byggingarleyfis.
 
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja gerir athugasemd við það að ekki hafi verið formlega óskað umsagnar sveitarfélaga, en nái þær breytingar fram að ganga sem lagðar eru til í frumvarpinu munu þær hafa mikla þýðingu fyrir verkefni sveitarfélaga á sviði byggingarmála, segir í bókun ráðsins.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).