Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar:

Að skreyta sig með stolnum fjöðrum

- löngu búið að ákveða að sama gjaldskrá verði í Þorlákshöfn og Landeyjahöfn

12.Mars'18 | 13:50
herjolfur_inns_eyjar

Herjólfur. Ljósmynd/TMS

Samgöngur skipta okkur Eyjamenn mjög miklu máli. Við höfum í mörg ár mátt berjast fyrir hverju einasta skrefi sem þokast hefur í rétta átt. Á þeirri vegferð hefur margoft sést hversu litla alúð þetta stóra mál hefur á meðal samgönguyfirvalda.

Flestir sem hafa fylgst með þessum málum vita að í útboði ríkiskaupa í júní árið 2016 var boðinn út rekstur og eignarhald nýrrar Vestmannaeyjaferju. Þar var skýrt tekið fram að eftir að ný Vestmannaeyjaferja kemur til þjónustu, verði sama gjald í Landeyjahöfn og í Þorlákshöfn. Sem sagt, að ekki verði um aukakostnað að ræða þegar ferjan siglir til Þorlákshafnar.

Það kemur mér því skringilega fyrir sjónir að sjá ráðherra og suma aðra stjórnmálamenn berja sér á brjóst, þegar örfáir mánuðir eru í nýtt skip, og eigna sér þessa ákvörðun sem tekin var af öðrum fyrir tæpum tveimur árum. Slíkt kallast einfaldlega að skreyta sig með stolnum fjöðrum.

Óhjákvæmilegt er að velta því fyrir sér hvort að þessi tilkynning ráðherra, eftir opnun Landeyjahafnar nú í mars, sé ekkert annað en útspil hans til þess að hylja þá staðreynd að hann ætlar í raun að skila auðu þegar kemur að því að taka þau alvöru skref sem kallað var eftir á fjölmennum borgarafundi fyrir skömmu.

Rétt er að minna ráðherra á að Eyjamenn vilja að Herjólfur verði rekinn sem hluti af þjóðvegakerfi landsmanna og að þjónustu verði hagað í samræmi við það. Almennur vilji okkar Eyjamanna er til að mynda að ferðum ferði fjölgað, að gjaldtaka sé sambærileg við það sem kostar að aka eftir þjóðvegum og að þjónusta sé stóraukin með hagsmuni heimamanna að leiðarljósi. Slíkt verður best gert með því að heimamenn sjálfir taki ábyrgð á þessum rekstri.

 

Margrét Rós Ingólfsdóttir

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).