Fjölmiðlafulltrúi KSÍ fluttur með sjúkraþyrlu í Rússlandi

8.Mars'18 | 11:23
omar_smara_ksi

Ómar Smárason. Mynd/KSÍ

Ómar Smárason markaðsstjóri KSÍ og fjölmiðlafulltrúi sambandsins var fluttur með sjúkraþyrlu í Rússlandi í síðustu viku eftir að hann missti mátt í vinstri hluta líkamans.

Ómar sem er harðjaxl frá Vestmannaeyjum var staddur í borginni Gelendzhik í Rússlandi þar sem starfsfólk KSÍ var að undirbúa sig undir Heimsmeistaramótið í sumar, það var á fimmtudeginum í síðustu viku sem Ómar var að undirbúa sig undir daginn þegar hann missti stjórn á vinstri hluta líkamans. ,,Þetta hefur farið betur en á horfðist, ég var undirbúa mig undir daginn í Gelendzhik þegar ég fékk að þeir halda væga blæðingu. Ég missti alveg máttinn og stjórn á vinstri hluta líkamans, löppin gaf sig og höndin virkaði ekki,“ sagði Ómar þegar 433.is ræddi við hann um málið en hann var þá kominn heim til Íslands.

433.is greinir frá.

Sjúkraþyrla í næst bæ
Ómar reif upp símann þegar hann missti stjórn á vinstri hluta líkamans og hringdi í Viði Reynisson öryggisstjóra landsliða KSÍ sem var fljótur að hjálpa félaga sínum. ,,Víðir var fljótur að koma til mín og fyrr en varir var sjúkraliðið mætt á svæðið, ég var fluttur með þyrlu á hátæknisjúkrahúsið í Krasnodar þar sem ég eyddi nokkrum dögum á gjörgæsludeild. Þetta gerðist á fimmtudegi og ég var útskrifaður á mánudag, það var virkilega vel hugsað um mig og Íslendingar sem fara á Heimsmeistaramótið í sumar þurfa ekki að óttast neitt. Það er allt í toppstandi miðað við þessa reynslu mína af sjúkrahúsum, það er bara góð regla að vera með tryggingarskírteinið útprentað.“ Ómar kom til landsins á þriðjudag en á með hann dvaldi á sjúkrahúsinu í Krasnodar fékk hann heimsókn frá Heimi Hallgrímssyni og Helga Kolviðssyni sem litu við hjá honum en Víðir fylgdi honum heim á leið.

Langtíma álag
Þeir sem þekkja til Ómars vita að hann lifir og hrærist í vinnu sinni, fjölmiðlar eiga í góðu sambandi við hann og er hægt að ná í hann nánast öllum stundum. Starfsfólk KSÍ Er undir miklu álagi núna enda sambandið afar lítið og á leið á stærsta íþróttaviðburð í heimi. Líklegt er að svona komi upp eftir langtíma álag og þarf því Ómar að minnka við sig í vinnu, skilja vinnuna eftir í vinnunni og meta það sem hann hefur. ,,Ég held að ég þurfi kannski að vinna minna, það er erfitt að halda sér alveg í burtu. Ég held að svona gerist bara í langtíma álagi, það er ekki nein ein skýring. Ég fer í frekari rannsóknir hérna heima. Maður lærir að meta hlutina aðeins betur og þegar svona kemur upp setur þetta allt í meira samhengi. Ég hef það ágætt eftir þetta, þrekið er afar lítið. Ég fer í göngutúr og líður eins og ég hafi verið að taka heila æfingu í ræktinni, þetta kemur. Hausinn er í lagi, það verður ekki neinn fótboltaferill úr því sem komið er og nú vinnur maður bara í það að ná sér góðum á nýjan leik.“

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.