Staðfest að Herjólfur sigli tvær ferðir í kvöld

7.Mars'18 | 13:54
herj_stafkirkja_2017

Búið er að lagfæra bilun Herjólfs. Ljósmynd/TMS

Nú rétt í þessu var verið að staðfesta að Herjólfur muni sigla tvær ferðir milli lands og Eyja í kvöld. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 18:45 og 21:00 og  frá Landeyjahöfn kl. 19:45 og 21:30. Sem kunnugt er náði ferjan ekki að sigla fyrri part dags sökum bilunar í annari aðalvél skipsins.

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar á morgun, þann 8. Mars. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 8:00, 10:00, 19:45 og frá Landeyjahöfn kl. 9:00, 11:30, 21:00, segir í tilkynningunni.

Farþegum er ráðlagt að skilja ekki eftir bíla í höfninni þar sem óvissa er með í hvora höfnina er siglt þessa dagana og farþegar geta lent í vandræðum. Ef gera þarf breytingu á áætlun verður send út tilkynning.

Tags

Herjólfur

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.