Spyr ráðherra um fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja

- nauðsynlegt að fá það á hreint hvaða áhrif sameiningin við HSU hefur haft á þjónustustigið í Eyjum

7.Mars'18 | 17:34
hsu_eyjum

Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja. Ljósmynd/TMS

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi hefur sent Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra fyrirspurn um fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja, fjölda ársverka og þróun launakostnaðar.

Birgir segir í samtali við Eyjar.net að þjónusta Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja sé Eyjamönnum ákaflega mikilvæg. Því miður hefur dregið úr þjónustunni síðustu ár og þá sérstaklega hvað varðar fæðingarþjónustuna.

„Nauðsynlegt er að fá það á hreint hvaða áhrif sameiningin við HSU hefur haft á þjónustustigið í Eyjum. Ef raunin er sú að dregið hefur úr fjárveitingum til Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja eftir sameininguna þá verður að bregðast við því með auknum fjárveitingum.  Ég hef lagt áherslu á þetta innan fjárlaganefndar Alþingis. Þetta varðar rekstur og mannafla. Nauðsynlegt er allar upplýsingar liggi fyrir, og þess vegna er þessi fyrirspurn lögð fram.” segir Birgir Þórarinsson.

Fyrirspurn Birgis er í fimm liðum:


     1.      Hver hefur þróun fjárveitinga til Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja verið frá árinu 2013 og til ársins 2017 sem og þróun í fjölda ársverka?
     2.      Hver hefur þróun fjárveitinganna verið á föstu verðlagi?
     3.      Hvað skýrir breytingar í fjölda ársverka?
     4.      Hver hefur árleg þróun launakostnaðar starfsstétta stofnunarinnar verið í samanburði við þróun fjárveitinga sem ætlaðar eru til greiðslu launakostnaðar?
     5.      Ef fjárveitingar hafa lækkað að raungildi frá því að stofnunin varð hluti af Heilbrigðisstofnun Suðurlands, hverjar eru ástæður þess?


 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).