Spyr ráðherra um fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja

- nauðsynlegt að fá það á hreint hvaða áhrif sameiningin við HSU hefur haft á þjónustustigið í Eyjum

7.Mars'18 | 17:34
hsu_eyjum

Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja. Ljósmynd/TMS

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi hefur sent Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra fyrirspurn um fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja, fjölda ársverka og þróun launakostnaðar.

Birgir segir í samtali við Eyjar.net að þjónusta Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja sé Eyjamönnum ákaflega mikilvæg. Því miður hefur dregið úr þjónustunni síðustu ár og þá sérstaklega hvað varðar fæðingarþjónustuna.

„Nauðsynlegt er að fá það á hreint hvaða áhrif sameiningin við HSU hefur haft á þjónustustigið í Eyjum. Ef raunin er sú að dregið hefur úr fjárveitingum til Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja eftir sameininguna þá verður að bregðast við því með auknum fjárveitingum.  Ég hef lagt áherslu á þetta innan fjárlaganefndar Alþingis. Þetta varðar rekstur og mannafla. Nauðsynlegt er allar upplýsingar liggi fyrir, og þess vegna er þessi fyrirspurn lögð fram.” segir Birgir Þórarinsson.

Fyrirspurn Birgis er í fimm liðum:


     1.      Hver hefur þróun fjárveitinga til Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja verið frá árinu 2013 og til ársins 2017 sem og þróun í fjölda ársverka?
     2.      Hver hefur þróun fjárveitinganna verið á föstu verðlagi?
     3.      Hvað skýrir breytingar í fjölda ársverka?
     4.      Hver hefur árleg þróun launakostnaðar starfsstétta stofnunarinnar verið í samanburði við þróun fjárveitinga sem ætlaðar eru til greiðslu launakostnaðar?
     5.      Ef fjárveitingar hafa lækkað að raungildi frá því að stofnunin varð hluti af Heilbrigðisstofnun Suðurlands, hverjar eru ástæður þess?


 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.